Dásamlegar Daim smákökur

Daim smákökur

 • 150 gr smjör við stofuhita
 • 75 gr sykur
 • 75 gr púðursykur
 • 1 egg
 • 225 gr hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • ½ tsk salt
 • 130 gr saxað daim
 • 50 gr suðusúkkulaði (til að skreyta með)

 1. Hitið ofninn í 180°.
 2. Þeytið saman báðar tegundir af sykri og smjör þar til létt og ljóst.
 3. Bætið því næst egginu út í og hrærið vel.
 4. Hveiti, matarsóti og salt fer næst í blönduna og að lokum saxað Daim súkkulaðið.
 5. Mótið um 20 kúlur og pressið þær örlítið niður á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
 6. Bakið í um 15-18 mínútur og kælið.
 7. Bræðið þá suðusúkkulaðið og setjið í lítinn zip-lock poka. Klippið lítið gat á eitt hornið og „drizzlið“ yfir kökurnar til skrauts.

Þessi uppskrift er einföld og góð og þessar kökur voru ekki lengi að hverfa!

Jólamöndlur

Í fyrra gerði ég mína fyrstu tilraun hvað jólamöndlur varðar og getið þið fundið uppskriftina hér. Sú uppskrift fól í sér að sjóða niður möndlurnar þar til sykurinn færi að kristallast og voru þær mjög góðar. Þessar hins vegar eru ristaðar í ofni, aðferðin einfaldari og ég verð að viðurkenna að þessar höfðuðu betur til mín og dæturnar sem og vinnufélagarnir dásömuðu þær í bak og fyrir í dag.

Jólamöndlur

 • 1 kg möndlur með hýði
 • 2 eggjahvítur
 • 2 tsk vanilludropar
 • 220 gr púðursykur
 • 180 gr sykur
 • 1 tsk salt
 • 3 tsk kanill

Jólamöndlur

 1. Hitið ofninn 125°
 2. Takið til tvær ofnskúffur og klæðið með bökunarpappír, spreyið smá PAM á pappírinn og geymið.
 3. Blandið sykri, kanil og salti saman í skál, leggið til hliðar.
 4. Léttþeytið eggjahvíturnar rétt svo þær freyði.
 5. Blandið möndlunum saman við þær svo allar þekjist eggjahvítu.
 6. Hellið sykurblöndunni saman við og blandið vel.
 7. Skiptið blöndunni niður í skúffurnar og dreifið vel úr með sleif.
 8. Setjið í ofninn og bakið í 60 mínútur. Takið þó örstutt út eftir 20 og aftur 40 mínútur í ofninum og hrærið varlega í blöndunni með sleif og dreifið úr að nýju og inn í ofn þar til klukkustund er liðin.
 9. Dragið bökunarpappírinn upp á borð og leyfið möndlunum að kólna (þær eru reyndar líka alveg dásamlegar volgar svo búið ykkur undir að önnur platan tæmist fljótt)

Sniðugt er að setja möndlur í krúsir eða litla gjafapoka og deila með vinum og fjölskyldu.

Heilsusamlegir hindberjamolar

Botn

·         75 gr kakó

·         90 gr kókosolía (brædd í örbylgju og kæld örlítið)

·         18 döðlur

·         200 gr Cashew hnetur

Allt sett í matvinnsluvél og maukað, síðan þrýst í botninn á um 23x23cm ferköntuðu bökunarformi íklæddu bökunarpappír. Sett í frysti á meðan hindberjafrauð er útbúið.

Hindberjamolar

Hindberjafrauð

·         300 gr Cashew hnetur

·         40 gr kókosmjöl

·         150 ml hlynsýróp frá Rapunzel

·         375 gr hindber (3 x 125gr askja)

Allt sett í matvinnsluvél þar til létt og frauðkennt. Smurt yfir botninn og fryst að nýju í um 2 klst

Gott er að lyfta þessu upp úr forminu með því að taka í bökunarpappírinn og skera í bita á meðan hálf frosið og skreyta með súkkulaðibráðinni. Bitana er síðan hægt að frysta að nýju og grípa einn og einn mola þegar hentar.

Súkkulaðibráð

·         90 gr kókosolía (brædd í örbylgju og kæld örlítið)

·         120 ml hlynsýróp frá Rapunzel

·         60 gr dökkt kakó frá Rapunzel, hægt að setja aðeins meira/minna eftir því hvað þið viljið hafa hjúpinn þéttan í sér

 Allt sett saman í skál og „drizzlað“ yfir hindberjabitana og fryst að nýju í að minnsta kosti klukkustund (eða yfir nótt með plasti yfir)

Banana bollakökubrownies

Banana bollakökubrownies

 • 50 gr smjör við stofuhita
 • 100 gr brætt suðusúkkulaði
 • 1 bolli sykur
 • 2 tsk vanilludropar
 • ¼ tsk salt
 • 2 msk bökunarkakó
 • 2 stór egg
 • ¾ bolli hveiti
 • ½ liter þeyttur rjómi
 • Súkkulaðispænir til skrauts
 • 2 bananar skornir í litla bita (og meira til skrauts)

 1. Hitið ofninn 175 gráður. Takið til bollakökuform (bæði pappa og ál).
 2. Blandið saman sykri og smjöri þar til létt og ljóst, bætið eggjunum útí einu í einu og skafið á milli, því næst fara vanilludroparnir útí blönduna.
 3. Hellið bræddu súkkulaðinu saman við og að lokum þurrefnunum, hrærið og skafið niður þar til slétt og fínt.
 4. Skiptið deiginu niður í bollakökuform (fyllið um 2/3) og bakið þar til prjóni sem stungið er í  miðja kökuna kemur út með smá  blautri kökumylsnu en ekki deigi þó (c.a 20-25 mín).
 5. Kælið og losið síðan úr pappaformunum.
 6. Blandið bananabitum varlega saman við þeyttan rjómann og sprautið á með því að setja í Zip Lock poka og klippa hæfilegt gat á endann. Síðan má skreyta með súkkulaðispæni og einni sneið af banana þar að auki ef vill.

 

 

Hrekkjavökupartý

14713530_10157662868645381_3729307662291335948_n

Senn líður að „Halloween“ og mögulega einhverjir farnir að huga að hræðilegum veisluhöldum. Í fyrra héldu dóttir mín og vinkona hennar saman upp á 12 ára afmælið sitt fyrir skautastelpurnar og var hrekkjavökuþema við völd. Það er oft ýmislegt ógeðslegt í boði í hrekkjavökuboðum en okkur tókst að gera nokkuð sakleysislegar hrekkjavökuveitingar og vonandi getið þið nýtt ykkur þessar hugmyndir!

Ormakakan mikla

14721708_10157662869055381_7730402878899943909_n

Afmælistertan var súkkulaðikaka í 6 lögum, hulin með lakkrís, muldu Oreo stráð yfir allan toppinn og því næst hlaupormum komið fyrir á víð og dreif. Við bökuðum tvöfalda Betty Crocker súkkulaðiköku. Bökuðum 3 x 20cm botna sem allir voru síðan teknir í tvennt. Appelsínugulu vanillusmjörkremi smurt á milli og  súkkulaðismjörkremi ofan á kökuna. Athugið að aðeins 1,5 kökumix þarf í þrjá botna og restina notuðum við í bollakökurnar.

Hér fyrir neðan sjáið þið ferlið í grófum dráttum.

hrekkjavökukaka

Súkkulaði kökupinnar, huldir með svörtu Candy Melts og skreyttir með kökuskrauti.

14716260_10157662869385381_4222095430684292611_n

Draugabollakökur

14606489_10157662869250381_6659250917629039964_n

Þessar bollakökur eru Betty Crocker Devils kökumix, smá súkkulaði smjörkremi smurt ofan á og því næst muldu Oreokexi stráð þar yfir. Síðan er útbúið Frosting eggjahvítukrem og stór hringlaga stútur notaður til að sprauta í drauga (notið þessa Frosting uppskrift hér). Þegar Frosting kremið hefur náð að taka sig aðeins málið þið augu með svörtum matarlit og litlum pensli.

Bollakökur með vanillu smjörkremi og kökuskrauti

6

Jello heili í skál

14718693_10157662868665381_3285673283752086508_n

Jarðaberja-Jello útbúið samkvæmt leiðbeiningum á pakka nema smá rjómi settur útí í lokin (um 1 msk). Jelloinu síðan hellt í litlar skálar og smá rauðum matarlit sprautað ofan á áður en þykknar. Tyggjókúlur málaðar með matarlitapennum eins og augu og komið fyrir þegar hlaupið hefur tekið sig.

Rice Krispies grasker

14671293_10157662869225381_2404962832624186088_n

Sykurpúða Rice Krispies rúllað í kúlur þegar volgt, brúnu sælgæti (notaði brúnan lakkrís) og grænu Tic Tac stungið í toppinn áður en harðnar, sjá uppskrift hér.

Útskorin grasker með kerti tóku á móti afmælisgestunum.

14590238_10157662869480381_8371391860185367034_n

Nokkrar myndir úr Hrekkjavökupartýinu

4 3 2 1

5

 

Hjónabandssæla

aIMG_1411

Fyrr í sumar lét ég loksins verða af því að útbúa hjónabandssæluna hennar ömmu Guðrúnar. Bakan heppnaðist dásamlega vel og ekki var slæmt að geta tyllt sér út á pall með sneið í þessu yndislega veðri sem hefur leikið við okkur í sumar.

aIMG_1374

Hjónabandssæla

 • 250 gr smjör við stofuhita
 • 2 bollar hveiti
 • 0,5 bolli sykur
 • 0,5 bolli púðursykur
 • 2 tsk lyftiduft
 • 3 bollar haframjöl
 • 4 msk jarðaberjasulta
 • 4 msk rabbabarasulta (fékk heimalagaða frá mömmu)

 1. Hrærið saman smjöri, sykri og hveiti.
 2. Bætið lyftidufti út í og loks haframjölinu.
 3. Hrærið þar til vel blandað.
 4. Þjappið um 2/3 af deiginu í botninn á vel smurðu 24-28cm springformi og ýtið upp á kantana.
 5. Blandið sultunum saman í skál og smyrjið því næst yfir botninn.
 6. Myljið restina af deiginu yfir sultuna.
 7. Bakið við 170°C í 40-55 mínútur eða þar til kakan er gullbrún.
 8. Kælið og smellið svo úr forminu og berið fram með þeyttum rjóma.

Ég gerði tvöfalda uppskrift að þessu sinni og færði henni ömmu að sjálfsögðu hina kökuna og var hún ekki frá því að þetta væri besta útfærsla sem hún hafði smakkað. Setti hennar köku í keramik bökuform og var lítið mál að skera sneiðar upp úr því þó svo springform henti mögulega betur ef þú vilt fallegri sneiðar.

Hjónabandssælan geymist vel í nokkra daga svo það væri tilvalið að skella í böku og taka með í útileguna eða ferðalagið!

 

 

Ístertu-bananasplitt

Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að skíra þessa dásamlega einföldu ísbombu sem ég útbjó fyrir náttfatapartý hjá dóttur minni um síðustu helgi. Teddi vinnufélagi minn á allan heiðurinn af þessari hugmynd og get ég lofað ykkur því að þetta er eitt það sniðugasta sem þið eigið eftir að prófa þegar kemur að eftirrétti!

Þetta er í raun engin uppskrift, heldur frábær hugmynd. Ískubbum er raðað saman og ávextir, nammi, ískex og sósa sett yfir.

ískaka

 • Ég var með 2 x vanillu og 1 x jarðaberja „SKÝ“ ís, hann er ferkantaður í pappaumbúðum og er í raun hægt að nota hvaða slíkan ís sem um ræðir.
 • Ísnum raðaði ég þétt saman til að útbúa „ísköku“
 • Súkkulaði og jarðaberjasósu sprautaði ég yfir og því næst stráði ég eftirfarandi yfir kökuna og diskinn: Jarðaberjum, bláberjum, sneiddum banana, Hrís súkkulaði, kókosbollum, Mars súkkulaðibitum og ískexi. Að lokum setti ég aftur vel af sósu yfir allt.

Þar sem um sjö ára skottur var að ræða skreytti ég þetta aðeins til viðbótar með regnhlífum og glimmerpinnum. Þetta sló heldur betur í gegn og tók undir 15 mínútum að útbúa!

Bláberjastangir

Nú er komið sumar og allir á ferð og flugi. Þessar stangir útbjó ég um daginn og passa vel í nestistöskuna hjá ungum sem öldnum.

Bláberjastangir (uppskrift frá All Recipes)

 • 180 gr sykur (1)
 • 1 tsk lyftiduft
 • 400 gr hveiti
 • 220 gr smjör við stofuhita
 • 1 egg
 • ¼ tsk salt
 • Börkur og safi úr einni sítrónu
 • 500 gr fersk bláber
 • 90 gr sykur (2)
 • 4 tsk kartöflumjöl

Bláberjastangir

 1. Blandið sykri, lyftidufti og hveiti saman í skál.
 2. Setjið salt og sítrónubörk út í og blandið saman.
 3. Bætið þá egginu og smjörinu og hrærið með K-inu eða í höndunum þar til vel blandað.
 4. Setjið fersk bláber, sítrónusafa og kartöflumjöl í aðra skál og veltið berjunum upp úr blöndunni og leggið til hliðar.
 5. Spreyið um 20x30cm bökunarform með PAM og klæðið bökunarpappír.
 6. Þjappið helmingnum af deigblöndunni í botninn á forminu, hellið berjablöndunni þar yfir og myljið svo restina af deiginu yfir berin.
 7. Bakið við 180°C í um 45 mínútur eða þar til bakan fer að brúnast að ofan.
 8. Kælið og lyftið upp úr forminu til að skera í bita.

Hluti af stöngunum fór í box og inn í frysti og þar var hægt að ná í eina og eina eftir hentugleika.

Súkkulaði bollakökur með jarðaberjakremi

Bollakökur

 • Betty Crocker Devils Food kökumix, egg, vatn og olía skv.leiðbeiningum
 • Súkkulaði Royal búðingur

Hrærið kökumixið samkvæmt leiðbeiningum á pakka og bætið búðingsduftinu saman við í lokin. Skiptið niður í um 22 bollakökuform, bakið og kælið á meðan kremið er útbúið.

Jarðaberja bollakökur

Jarðaberjakrem

 • 160 gr smjör við stofuhita
 • 1 tsk vanilludropar
 • 750 gr flórsykur
 • 200 gr jarðaber (maukuð) í kremið
 • Jarðaber til skrauts
 1. Setjið smjör og vanilludropa í hrærivél og þeytið saman.
 2. Maukið jarðaberin í matvinnsluvél/blandara.
 3. Bætið flórsykrinum saman við smátt og smátt til skiptis við jarðaberjamaukið og skafið niður á milli.
 4. Hrærið þar til slétt og fellt, setjið þá í sprautupoka og skreytið kökurnar (ég notaðist við stút 1M frá Wilton í þessu tilviki)
 5. Skerið jarðaber til helminga og notið sem skraut.