Skúffukaka með súkkulaðibráð

Stundum þá höfum við ekki alltaf mikinn tíma þegar okkur langar til að baka eitthvað gómsætt. Bekkjarkvöld er í vændum, saumaklúbbur, matarboð eða einhver hringir með stuttum fyrirvara og ætlar að kíkja í kaffi.

Betty Crocker Devils Food Cake Mix er eitt af mínum uppáhalds kökumixum og nota ég það óspart ef okkur fjölskylduna langar í gómsæta súkkulaðiköku.

Hér fyrir neðan finnið þið útfærslu af Betty Crocker köku með dásamlegri súkkulaðibráð sem hægt er að útbúa á nokkrum mínútum þegar kakan hefur verið tekin úr ofninum. Þessi kaka bráðnar í munni og slær alltaf í gegn!

Skúffukaka

 • 1 Betty Crocker Devils Food Cake Mix
 • Egg, olía og vatn skv.leiðbeiningum á pakka
 • 1/2 pakki Royal súkkulaðibúðingur (duftið)
 • 50gr bökunarkakó

Súkkulaðbráð

 • 500gr flórsykur
 • 80gr bökunarkakó
 • 1 eggjahvíta
 • 80gr smjör (bráðið)
 • 2tsk vanilludropar
 • 3msk kaffi

Aðferð – kaka

 • Hrærið Betty Crocker mix skv.leiðbeiningum á pakka og bætið bökunarkakói við í upphafi.
 • þegar deigið er tilbúið er dufti af 1/2 Royal búðing bætt saman við, varist þó að blanda of lengi.
 • Hellið deiginu í ofnskúffu klædda bökunarpappír eða „skúffukökuform“ sem spreyjað hefur verið með matarolíuspreyi (hún verður stærri og þynnri í ofnskúffu en samt alls ekki of þunn).
 • Kælið og útbúið kremið á meðan.

Aðferð – krem

 • Bræðið smjörið.
 • Setjið öll hráefnin saman í hrærivélarskálina og blandið saman þar til kekkjalaust.
 • Smyrjið jafnt yfir kökuna og skreytið með kökuskrauti/kókosmjöli (má sleppa).

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó2 ummæli við “Skúffukaka með súkkulaðibráð

 1. Pingback: Súkkulaðikaka með karamellusmjörkremi | Gotterí og gersemar

 2. Pingback: Skinkuhorn – veisluútgáfa | Gotterí og gersemar

Skildu eftir skilaboð

Netfang þitt mun ekki vera birt

Current month ye@r day *