Grillað góðgæti

Ég er enn að vinna upp myndir og uppskriftir frá því í sumarfríinu og lengra, greinilegt að ég er duglegri að baka og mynda en blogga!!!

Hér eru á ferðinni brjálæðislega góðir grillaðir bananar. Við hreinlega fáum ekki nóg af því að grilla okkur súkkulaðibanana með ýmsum útfærslum og hér kemur enn ein fyrir ykkur að njóta!

Grillaðir bananar

  • Bananar (ekki of þroskaðir)
  • Siríus rjómasúkkulaði með kremkexi
  • Suðusúkkulaðidropar

  1. Skerið endana af hverjum banana og rauf eftir honum miðjum.
  2. Komið vel fyrir á smá „álpappíshreiðri“ svo þeir liggi ekki alveg á grillinu.
  3. Fyllið með báðum tegundum af súkkulaði og reynið að koma eins miklu í hvern og þið komist upp með.
  4. Grillið yfir meðalhita í nokkrar mínútur eða þar til súkkulaðið er bráðið.

Á þessu heimili er grillað allan ársins hring, vetur, sumar, vor og haust svo það er alltaf tilefni til að gera góðan súkkulaðibanana í eftirrétt!Skildu eftir skilaboð

Netfang þitt mun ekki vera birt

Current month ye@r day *