Um mig

Ég heiti Berglind og hef bakað og skreytt kökur síðan ég man eftir mér.

Gotterí og Gersemar eru því tilvalinn staður fyrir skemmtilegar myndir af kökum og öðru gotteríi ásamt því sem ég mun bjóða uppá námskeið reglulega. Þegar gotterí, kökur og skreytingar eru annars vegar eru möguleikarnir óendanlegir. Að sjálfsögðu væri frábært að eiga allan tímann í heiminum til að dunda sér, fletta uppskriftarbókum og baka og skreyta dásemdir fyrir fjölskyldu sína og vini.

Ætli tími sé ekki eitthvað sem við værum öll til í að eiga meira af en því miður get ég ekki boðið uppá slíkt ennþá ♥

Ég get hins vegar lofað því að sá tími sem þið munið verja á námskeiði hjá mér verður lærdómsríkur, skemmtilegur og síðast en ekki síst bragðgóður. Það er líka svo yndisleg tilbreyting frá hinu daglega amstri að gleyma sér aðeins við kökuskreytingar og dúllerí og gefa sér þannig tíma fyrir sjálfan sig.
Ég hef farið á ótal kökuskreytingarnámskeið á Íslandi og í Bandaríkjunum og langar mig til að miðla reynslu minni og þekkingu til ykkar því ég einfaldlega fæ ekki nóg af því að baka og skreyta kökur og gotterí.7 ummæli við “Um mig

 1. Sæl

  Tekur þú að þér að baka bollakökur fyrir brúðkaup? Ef svo er, hvað kostar það? Það verða í kringum 100 manns.

  Kv. Birna (695-3239)

 2. Sæl Berglind,
  ég er reyndar mákonan hennar Íris Thelmu og var að spá er hægt að panta barna kökur hjá þér? Ég þarf að fljúga til Akureyri helgina sem strákinn minn á afmælið. Ég kem heim á sunnudaginn (afmælis daginn sjálfur) Ég pantaði aðstæður þarna í krakkahöll eða hvað það heitir í korpatorginu og var að hugsa að ég ætti bara panta kökur einhvern staða…mæta af fjugvöllum í afmæli og vera með svakalegur glaður dreng…. nú er að finna kökur. Ég veit að Íris Thelma finnst þér vera heimsmeistari i kökugerð..svo að ég ákveð að byrja hjá þér. Það mundi vera fyrir 06.04.

 3. Hæ,hæ Nichole og takk fyrir póstinn

  Ég tek stöku sinnum að mér bakstur fyrir veislur en ekki oft :)
  Þessa helgi í apríl er ég því miður upptekin og get því ekki aðstoðað að sinni.

  Bestu kveðjur og gangi ykkur vel,
  Berglind

 4. Sæl.
  Tekurðu að þér að baka svona fyrir 5 ára stelpuafmæli? Og líka, er hægt að fá svona andlitsmálningarkonu heim til sín?

  Bestu kveðjur.
  Jóhanna

Skildu eftir skilaboð

Netfang þitt mun ekki vera birt

Current month ye@r day *