Námskeið í boði

Nútímalegar kökuskreytingar (heilar kökur), um 4 klukkustundir
Farið er yfir það hvernig jafna skuli kökubotna, hvernig kremi er smurt á milli og hvernig hjúpa skal köku fyrir skreytingu. Kennd er svokölluð „watercolor effect“ aðferð með smjörkremi til að hjúpa kökuna. Því  næst er súkkulaðiskraut útbúið og allir þátttakendur læra að útbúa ganaché og smyrja því á kökuna og hvernig hægt er að láta það leka fallega niður hliðarnar. Að lokum skreyta allir sína köku með frjálsri aðferð.

Allt hráefni er innifalið og taka þátttakendur kökuna sína með sér heim

Verð: 17.900kr

„Naked Cake“ (heilar kökur), um 3,5 klukkustundir

Farið er yfir það hvernig jafna skuli kökubotna, hvernig kremi er smurt á milli og hvernig hjúpa skal köku fyrir skreytingu. Til viðbótar er farið yfir mismunandi stífleika á kremi fyrir mismunandi skreytingar og kennt að sprauta rósettur og stjörnur (sjá mynd hér fyrir neðan). Að lokum skreyta allir sína köku með ferskum blómum og/eða smjörkremi.

Allt hráefni er innifalið og taka þátttakendur kökuna sína með sér heim

Verð: 17.900kr

Naked

Bollakökur (Cup-Cakes) – smjörkremsskreytingar, um 3 klukkustundir

Á þessu námskeiði er farið yfir eftirfarandi; Uppskriftir og leiðbeiningar í smjörkremsgerð ásamt mismunandi stífleika á kremi fyrir margvíslegt skraut. Litun á kremi, notkun á pokum&stútum ásamt spraututækni fyrir nokkrar einfaldar og fallegar bollakökuskreytingar. Einnig verður sýnt hvernig hægt er að setja fyllingu í bollakökur og farið yfir hvernig hægt er að útbúa einfalt og fljótlegt sykurmassaskraut.

Allt hráefni er innifalið og munu þátttakendur taka sínar bollakökur með sér heim til að deila með þeim sem þeim þykir vænt um

Verð: 12.900kr

bollakökuskreytingar

Kökuskreytingar (heilar kökur), um 4 klukkustundir
Farið er yfir það hvernig jafna skuli kökubotna, hvernig kremi er smurt á milli og hvernig hjúpa skal köku fyrir skreytingu. Nokkur smjörkremsmynstur eru æfð og sýnikennsla fer fram á 4 mismunandi skreytingaraðferðum á heila köku.

Allt hráefni er innifalið og taka þátttakendur kökuna sína með sér heim

Verð: 17.900kr

Hér fyrir neðan eru þær 4 aðferðir sem kenndar eru á námskeiðinu

Kökupinnar (Cake–Pops) – gerð og skreytingar, um 3 klukkustundir

Farið er í grunnatriði við kökupinnagerð; blöndun á köku&kremi, mismunandi blöndunarmöguleika, mótun bæði á kökukúlum (Cake-Balls) og kökupinnum (Cake-Pops), litun og val á súkkulaði/Candy Melts, hvernig best er að húða kúlur/pinna og nokkrar einfaldar skreytingaraðferðir.

Allt hráefni er innifalið og munu þátttakendur taka nokkra kökupinna með sér heim til að deila með þeim sem þeim þykir vænt um

Verð: 12.900kr

kökupinnar

Barna- og unglinganámskeið
Reglulega er boðið uppá barna- og unglinganámskeið í bollakökuskreytingum og kökupinnagerð og eru þau auglýst sérstaklega.

Bollakökur - börn

 

kökupinnar börn

Hópar
Ef saumaklúbbar, vinnustaðir eða aðrir hópar hafa áhuga þá er í boði að bóka námskeið hjá mér. Ef óskað er eftir þá get ég komið og haldið námskeiðið þar sem hentar hópnum svo lengi sem viss grunnatriði séu til staðar og hópurinn sé á bilinu 11-15 manns.

Staðsetning - Námskeiðin fara fram í Mosfellsbæ nema annað sé tekið fram.

Skráning
Ef þið hafið áhuga á að skrá ykkur eða eru með fyrirspurnir, vinsamlegast sendið mér línu á Facebook eða á gotteri@gotteri.is31 ummæli við “Námskeið í boði

 1. Pingback: Vika í næsta kökupinnanámskeið | Gotterí og gersemar

 2. Pingback: Bollakökuskreytingar – námskeið í næstu viku | Gotterí og gersemar

 3. Pingback: Bollakökuskreytingar næsta þriðjudag | Gotterí og gersemar

 4. Pingback: Kökupinnanámskeið næsta fimmtudag! | Gotterí og gersemar

 5. Pingback: Bollakökuskreytingar og sykurmassaföndur | Gotterí og gersemar

 6. hæhæ eydís heiti ég og mig langaði bara að forvitnast ef maður myndi vilja svona hópnámskeið hvað myndi það kosta sirka 10 stelpur :) við erum 14 ára

 7. Pingback: Námskeið næsta sunnudag | Gotterí og gersemar

 8. Pingback: Daim kökupinnar | Gotterí og gersemar

 9. Pingback: Síðustu námskeið fyrir sumarið | Gotterí og gersemar

 10. Pingback: Vilt þú læra að skreyta tækifæriskökur? | Gotterí og gersemar

 11. Pingback: Kökupinnanámskeið í næstu viku! | Gotterí og gersemar

 12. Pingback: Nusco kökupinnar | Gotterí og gersemar

 13. Pingback: Vilt þú læra að skreyta kökur með smjörkremi? | Gotterí og gersemar

 14. Pingback: Kökuskreytingarnámskeið í nóvember | Gotterí og gersemar

 15. Pingback: Kökuskreytingarnámskeið á morgun – eitt pláss laust vegna forfalla! | Gotterí og gersemar

 16. Góðan dag,

  Langar að skrá eftirfarandi á námskeið í kökuskreytingum 6.nóv kl. 18.
  Brynja Björk Arnardóttir
  Gréta María Birgisdóttir
  Svava Hildur Steinarsdóttir

  kv.Svava Hildur

 17. Pingback: Gefðu gjafabréf um jólin | Gotterí og gersemar

 18. Pingback: Síðustu námskeið fyrir sumarfrí! | Gotterí og gersemar

 19. Pingback: Haustnámskeið 2015 | Gotterí og gersemar

 20. Pingback: Gjafabréf í jólapakkann | Gotterí og gersemar

 21. Pingback: Nútímalegar kökuskreytingar – nýtt námskeið | Gotterí og gersemar

 22. Hæhæ! Eruð þið ennþá að bjóða upp á námskeið? Vinkona mín er að fara að skíra núna á næstu dögum og við myndum endilega vilja koma á námskeið ef það er í boði. Hvenær eru námskeiðin haldin?

  Kveðja,
  Eva

 23. Pingback: Loksins hægt að skrá sig á haustnámskeið! | Gotterí og gersemar

 24. Pingback: Aukanámskeið í nútímalegum kökuskreytingum | Gotterí og gersemar

 25. Pingback: Gjafabréf fyrir jólin | Gotterí og gersemar

 26. Pingback: Skráning á námskeið á vorönn hafin! | Gotterí og gersemar

Skildu eftir skilaboð

Netfang þitt mun ekki vera birt

Current month ye@r day *