Það er svo ótrúlega einfalt að útbúa þessar „Blúndu-bollakökur“ eins og ég vil kalla þær þar sem kremið krullast niður líkt og blúnda.
Í þessar notaði ég uppskriftina af einföldu súkkulaðikökunni sem ég setti hér inn um daginn og síðan notaði ég uppáhalds vanillu smjörkremið mitt, setti bleikan matarlit útí og skreytti svo með stút 2D frá Wilton. Sprautið kreminu þéttingsfast á kökuna án þess að gera nokkuð annað en þrýsta þar til kremið hefur náð langleiðina út á brúnina og farið þá varlega að vinna ykkur upp til að mynda blúnduna og munið að hætta að kreista pokann áður en þið slítið stútinn frá aftur.
Smjörkrem
125gr smjör (mjúkt)
500gr flórsykur
1 egg
2 tsk vanilludropar
2 msk sýróp
Allt sett saman í skál og hrært (í hrærivél/með handþeytara) þar til slétt og fínt. Matarlit hrært útí í lokin og sett í sprautupoka með stút 2D áður en hafist er handa við að skreyta bollakökurnar.