Gotterí og gersemar

Kanilsnúðar – Þegar gott verður enn betra…Um síðustu helgi setti ég inn uppskrift af Himneskum kanelsnúðum sem slógu heldur betur í gegn á mínu heimili. Ég efa það ekki að margir hafi gætt sér á gómsætum snúðum þessa helgina og nú gef ég ykkur tilefni til að prófa þá aftur fljótlega.

Þessir snúðar hurfu hratt og örugglega af borðum hér fyrir viku síðan og beið ég raun eftir því að hafa tíma til að útbúa þá aftur alla vikuna.

Að þessu sinni gerði ég tvöfalda uppskrift og prófaði að setja karamellubráð á annan helminginn. Ætlaði reyndar að rista pekanhnetur og hræra útí bráðina en einhvern vegin tókst mér að gleyma því (kannski viljandi til að hafa ástæðu til að prófa þá þriðju helgina í röð :))

Þar sem karamellubráðin sló glassúrbráðina út að mínu mati verð ég að fá að deila uppskriftinni með ykkur.

Ferlið er í raun allt það sama nema nú getið þið valið hvort ykkur líst betur á þegar snúðarnir eru tilbúnir. Einnig held ég reyndar að súkkulaðiglassúr gæti farið mjög vel með þessum snúðum líka svo það er um að gera að prófa sig áfram í eldhúsinu. Þið megið endilega láta mig vita ef þið prófið eitthvað nýtt sem kemur vel út að ykkar mati.

Karamellubráð

1/2 bolli smjör

1 bolli púðursykur

5 msk rjómi

Bræðið smjörið við lágan hita. Bætið púðursykrinum og rjómanum útí og hrærið á miðlungshita þar til sykurinn leysist upp. Hækkið hitann örlítið undir lokin og leyfið blöndunni að “bubbla” í 1-2 mínútur og hrærið í allan þann tíma. Leyfið karamellbráðinni að kólna örlitla stund (nokkrar mínútur) og hellið svo yfir volga kanelsnúðana.

One Reply to “Kanilsnúðar – Þegar gott verður enn betra…”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *