Þessi kaka er syndsamlega góð og slær hún alltaf í gegn þegar hún er borin á borð á þessu heimili. Ég man ekki hjá hverjum ég fékk þessa uppskrift á sínum tíma en um síðustu helgi fann ég að kominn var tími til að endurnýja kynni bragðlaukanna við þessa dásemd.
Verði ykkur að góðu 🙂
Kakan
- 80 gr smjör
- 100 gr suðusúkkulaði
- 3 dl sykur
- 3 egg
- 1 ½ dl hveiti
- 1tsk salt
- 1tsk vanilludropar
Pekanhnetu karamellubráð
- 100gr pekanhnetur (saxaðar)
- 1 dl púðursykur
- 80gr smjör
- 3msk rjómi
Kakan aðferð
- Hitið ofninn í 175 gráður
- Bræðið saman suðusúkkulaði og smjör við vægan hita, geymið.
- Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst.
- Hellið súkkulaðiblöndunni samanvið eggjablönduna, bætið vanilludropum í og hrærið saman.
- Sáldrið þurrefnunum (hveiti og salti) samanvið og hrærið rólega og skafið niður á milli þar til vel blandað.
- Smyrjið ferkantað form (um 23x23cm) eða spreyið með matarolíu og leggið bökunarpappír í botninn og upp hliðarnar (auðveldara að ná henni úr þannig og skera í bita).
- Hellið deiginu í og bakið í 15-17 mínútur
Útbúið pekanhnetubráðina á meðan…
- Saxið pekanhneturnar
- Setjið púðursykur, rjóma og smjör í pott og bræðið, leyfið að sjóða í um eina mínútu og hrærið vel í á meðan, geymið.
- Þegar kakan hefur verið inni í ofninum 15-17 mínútur takið þið hana út, stráið pekanhnetunum yfir og hellið því næst karamellubráðinni jafnt yfir allt.
- Bakið að nýju í 15-17 mínútur.
Hægt er að bera kökuna fram heita eða kalda. Ef skera á í bita er nauðsynlegt að kæla hana vel og notast við bökunarpappír í forminu til að auðveldara sé að ná henni úr.
Kakan er best með ís eða rjóma…já eða bæði 🙂
flott kaka