Heit Toblerone sósaÍ gærkvöldi bað eldri dóttirin um ís með heitri sósu eins og svo oft áður. Ef það er ekki ís með heitri sósu, þá er það oftast nær súkkulaðisjeik sem hefur fylgt okkur í mörg herrans ár sem er pantaður hér um helgar.

Ég ákvað að prófa nýjung í sósugerð og setti Toblerone í pott ásamt rjóma og verð ég að segja að þetta er án efa nýja æðið hjá fjölskyldunni, svo góð var sósan.

Heit Toblerone sósa uppskrift

  • 200 gr Toblerone
  • 1/2 bolli rjómi

Toblerone skorið í grófa bita, sett í pott ásamt rjómanum og hitað við miðlungshita þar til súkkulaðið hefur bráðnað.

Kælið örlitla stund (við það þykknar sósan), setjið yfir þann ís sem ykkur þykir góður og ekki er verra að strá söxuðu Toblerone yfir.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun