Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

Muffins með súkkulaðibitumEldri dóttur minni finnst mikið gaman að gramsa í uppskriftarbókum í eldhúsinu. Gamla “Matreiðslubókin mín og Mikka” sem ég er eflaust búin að eiga síðan ég var á hennar aldri stendur fyrir sínu og kemur þessi uppskrift úr hennar smiðju.

Muffins dverganna sjö með súkkulaðibitum uppskrift

 • 50gr bráðið smjörlíki
 • 1 dl sykur
 • 1 egg
 • 3 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 dl smátt saxað súkkulaði

Aðferð

 1. Hitið ofninn 175°C.
 2. Bræðið smjörlíkið við vægan hita.
 3. Setjið smjörlíki og sykur því næst í skál og blandið saman.
 4. Bætið egginu við blönduna og hrærið stutta stund.
 5. Hellið mjólkinni og vanilludropunum útí.
 6. Sáldrið  hveiti ásamt lyftidufti útí skálina og blandið vel.
 7. Blandið söxuðu súkkulaðinu saman við með sleif og skiptið í pappírsmót (dugar í um 12 stk).

Okkur þykir gott að setja þykk bollaköku/muffinsdeig í sterkan zip-lock poka og klippa hæfilega stórt gat á eitt hornið, þannig er hægt að sprauta deigi beint í miðjuna á öllum formunum.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

 

Aðrar spennandi færslur

Tags:

3 Replies to “Muffins með súkkulaðibitum”

 1. Hæ stelpur, ég bakaði þær við 175 gráður á blæstri í 16 mínútur, það birtist passa mjög vel.

Leave a Reply

Your e-mail address will not be published. Required fields are marked *

Nýlegar færslur

Vinsælar færslur

Fylgstu með á Instagram