Eldri dóttur minni finnst mikið gaman að gramsa í uppskriftarbókum í eldhúsinu. Gamla „Matreiðslubókin mín og Mikka“ sem ég er eflaust búin að eiga síðan ég var á hennar aldri stendur fyrir sínu og kemur þessi uppskrift úr hennar smiðju.
Muffins dverganna sjö með súkkulaðibitum uppskrift
- 50gr bráðið smjörlíki
- 1 dl sykur
- 1 egg
- 3 dl hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1 dl mjólk
- 1 tsk vanilludropar
- 1 dl smátt saxað súkkulaði
Aðferð
- Hitið ofninn 175°C.
- Bræðið smjörlíkið við vægan hita.
- Setjið smjörlíki og sykur því næst í skál og blandið saman.
- Bætið egginu við blönduna og hrærið stutta stund.
- Hellið mjólkinni og vanilludropunum útí.
- Sáldrið hveiti ásamt lyftidufti útí skálina og blandið vel.
- Blandið söxuðu súkkulaðinu saman við með sleif og skiptið í pappírsmót (dugar í um 12 stk).
Okkur þykir gott að setja þykk bollaköku/muffinsdeig í sterkan zip-lock poka og klippa hæfilega stórt gat á eitt hornið, þannig er hægt að sprauta deigi beint í miðjuna á öllum formunum.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó
Hæ stelpur, ég bakaði þær við 175 gráður á blæstri í 16 mínútur, það birtist passa mjög vel.
þessar kökur eru ágætar
Ég er með sömu spurningu, hvað eiga kökurnar að vera lengi í ofninum?
Kærar þakkir fyrir uppskriftina. En hvað eiga kökurnar að vera lengi í ofninum?