Súkkulaði bollakökur með jarðarberjakremiSúkkulaði bollakökur með jarðaberjakremi

Bollakökur

 • Betty Crocker Devils Food kökumix, egg, vatn og olía skv.leiðbeiningum
 • Súkkulaði Royal búðingur

Hrærið kökumixið samkvæmt leiðbeiningum á pakka og bætið búðingsduftinu saman við í lokin. Skiptið niður í um 22 bollakökuform, bakið og kælið á meðan kremið er útbúið.

Jarðaberja bollakökur

Jarðaberjakrem

 • 160 gr smjör við stofuhita
 • 1 tsk vanilludropar
 • 750 gr flórsykur
 • 200 gr jarðaber (maukuð) í kremið
 • Jarðaber til skrauts
 1. Setjið smjör og vanilludropa í hrærivél og þeytið saman.
 2. Maukið jarðaberin í matvinnsluvél/blandara.
 3. Bætið flórsykrinum saman við smátt og smátt til skiptis við jarðaberjamaukið og skafið niður á milli.
 4. Hrærið þar til slétt og fellt, setjið þá í sprautupoka og skreytið kökurnar (ég notaðist við stút 1M frá Wilton í þessu tilviki)
 5. Skerið jarðaber til helminga og notið sem skraut.

2 Replies to “Súkkulaði bollakökur með jarðarberjakremi”

  1. Ingibjörg, skráðu þig endilega á póstlistann hér á forsíðunni og þá færðu allar uppskriftir sendar í tölvupósti 🙂
   Kær kveðja,
   Berglind

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun