HjónabandssælaaIMG_1411

Fyrr í sumar lét ég loksins verða af því að útbúa hjónabandssæluna hennar ömmu Guðrúnar. Bakan heppnaðist dásamlega vel og ekki var slæmt að geta tyllt sér út á pall með sneið í þessu yndislega veðri sem hefur leikið við okkur í sumar.

aIMG_1374

Hjónabandssæla uppskrift

 • 250 gr smjör við stofuhita
 • 2 bollar hveiti
 • 0,5 bolli sykur
 • 0,5 bolli púðursykur
 • 2 tsk lyftiduft
 • 3 bollar haframjöl
 • 4 msk jarðaberjasulta
 • 4 msk rabbabarasulta (fékk heimalagaða frá mömmu)

 1. Hrærið saman smjöri, sykri og hveiti.
 2. Bætið lyftidufti út í og loks haframjölinu.
 3. Hrærið þar til vel blandað.
 4. Þjappið um 2/3 af deiginu í botninn á vel smurðu 24-28cm springformi og ýtið upp á kantana.
 5. Blandið sultunum saman í skál og smyrjið því næst yfir botninn.
 6. Myljið restina af deiginu yfir sultuna.
 7. Bakið við 170°C í 40-55 mínútur eða þar til kakan er gullbrún.
 8. Kælið og smellið svo úr forminu og berið fram með þeyttum rjóma.

Ég gerði tvöfalda uppskrift að þessu sinni og færði henni ömmu að sjálfsögðu hina kökuna og var hún ekki frá því að þetta væri besta útfærsla sem hún hafði smakkað. Setti hennar köku í keramik bökuform og var lítið mál að skera sneiðar upp úr því þó svo springform henti mögulega betur ef þú vilt fallegri sneiðar.

Hjónabandssælan geymist vel í nokkra daga svo það væri tilvalið að skella í böku og taka með í útileguna eða ferðalagið!

One Reply to “Hjónabandssæla”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun