Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

KókoskúluraIMG_6067

Þessa uppskrift ætlaði ég að vera lööööööngu búin að setja hingað inn. Það er alveg magnað hvað kókoskúlur slá alltaf í gegn og mesta furða maður útbúi þær ekki oftar.  Ég tók tímann á dætrum mínum í gærkvöldi þegar þær voru að búa kúlurnar til og þetta tók þær ekki nema hálftíma og þá fóru þær í ísskápinn í kælingu. Ef ykkur vantar eitthvað skemmtilegt að gera eftir skóla eða með kvöldkaffinu þá er þetta tilvalið.

Kókoskúlur

 • 200 gr smjör við stofuhita
 • 1 dl sykur
 • 1 dl púðursykur
 • 2 tsk vanilludropar
 • 4 msk bökunarkakó
 • 6 dl haframjöl
 • 3 msk kælt kaffi (má sleppa en gott að setja þá 3 msk af vatni til að blandan verði ekki of þurr)
 1. Setjið allt saman í skál og hnoðið saman með höndunum eða með K-inu.
 2. Mótið litlar kúlur og rúllið upp úr kókosmjöli.
 3. Kælið í að minnsta kosti klukkustund.
 4. Best er síðan að eiga kúlurnar í frysti/kæli og taka nokkrar út í einu.

aIMG_6066

Aðrar spennandi færslur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur

Vinsælar færslur