Ég ákvað að prófa nýja útgáfu af ostasalati í dag og var hér algjör tilraunastarfsemi á ferðinni! Þetta salat kom svooooooo æðislega vel út að þetta „gamla góða“ má sko heldur betur fara að vara sig.
Ostasalat með beikoni og laukídýfu uppskrift
- 1 dós Voga lauk ídýfa
- 180 gr beikon
- 200 gr gular baunir
- 1 pepperoniostur
- 1 mexíkóostur
- ½ smátt saxaður rauðlaukur
- ½ smátt söxuð rauð paprika
- Steikið beikonið þar til stökkt og myljið/klippið smátt niður.
- Rífið ostana með grófu rifjárni.
- Blandið öllum hráefnunum saman í skál þar til vel blandað.
- Berið fram með brauði eða kexi.