Egg Benedict með einfaldri Hollandaise sósu⌑ Samstarf ⌑

Ef þú ert með morgunverðarveislu á næstunni þá mæli ég sko sannarlega með þessu góðgæti!

Egg Benedict með einfaldri Hollandaise sósu

 • 6 egg
 • 18 stökkar beikonsneiðar
 • 6 brauðsneiðar að eigin vali
 • Smjör til steikingar

Steikið brauðsneiðar upp úr smjöri og leggið á disk með 3 sneiðum af beikoni. Útbúið hleypt egg með því að setja vatn í pott og hita að suðu, bjóta eitt egg í einu í bolla, hræra með sleif í vatninu þar til spírall myndast í miðjunni og leggja þá eggið í „hringiðuna“, lækka hitann í meðalháan og bíða í um 3 mínútur fyrir hvert egg. Best er að veiða eggið síðan upp úr, þerra á pappír og setja ofan á brauð + beikon. Síðan má setja ríkulega af sósu ofan á hvert egg.

Einföld Hollandaise sósa

 • 100 gr Létt majónes frá E. Finnsson
 • 100 gr sýrður rjómi
 • 1 msk Dijon sinnep
 • 1 msk sítrónusafi
 • ¼ tsk paprikuduft
 • ¼ tsk dill

Setjið majónes, sýrðan rjóma, sinnep og sítrónusafa í lítinn skaftpott og hitið að suðu, lækkið þá hitann og hrærið vel í nokkrar mínútur og bætið þá kryddinu saman við og setjið ofan á brauðið.

Tags: -

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun