„Pulled pork“ með chili ívafi



⌑ Samstarf ⌑

Frá því að við bjuggum í Seattle hefur „Pulled pork“ sem Máney vinkona mín bauð mér fyrst í á sínum tíma verið fastagestur á okkar matseðli. Fyrir þá sem ekki vita þá er „Pulled pork“ hægeldað svínakjöt, oftast svínahnakki sem hefur legið í potti með bbq sósu, lauk, góðum kryddum og fleiru. Mér finnst einmitt best að nota „Slow Cooker-inn“ minn frá Bandaríkjunum ef ég geri þetta frá grunni en þá er bara öllu skellt í einn pott, lokað og stillt á 8 klst eldun, síðan rifið niður og hrært upp í bbq sósu þegar tilbúið. Það er þó einnig hægt að kaupa kjötið tilbúið svo aðeins þarf að hita í potti. Við fórum í sumarbústað um daginn með vinafólki okkar og elduðum þetta á föstudagskvöldinu þar sem það tekur enga stund þegar keypt er tilbúið kjöt og fæst það í flestum betri kjötverslunum (keyptum þetta í Kjötbúðinni á Grensásvegi).

Pulled pork með Chili hamborgarasósu uppskrift

Við vorum 4 fullorðin og 6 börn og það var alveg smá afgangur

  • 1,2 kg af pulled pork
  • „Dinner rolls“ eða bara venjuleg hamborgarabrauð
  • Kál
  • Paprika
  • Rauðlaukur
  • Hamborgarasósa með chili frá E. Finnsson

Mér finnst passa einstaklega vel með svona mat að hafa vöfflu- eða krullufranskar og síðan finnst mörgum gott að hafa líka hrásalat, meiri bbq sósu eða jafnvel tómatsósu svo hér má auðvitað leika sér með það sem manni þykir gott. Grillaður maís passar líka vel með en þá má hafa vel af smjöri og salti/kryddi á honum.

Ég elska litlu bollurnar (dinner rolls) sem fást í bakaríinu í Costco fyrir þennan rétt og þá borðar fólk yfirleitt 2-4 stk á meðan það borðar aðeins 1-2 í hamborgarabrauði.

Þetta er tilvalinn réttur í veislur þar sem auðvelt er að halda kjötinu heitu og vera búinn að skera niður allt grænmeti, síðan bara hita brauðin og franskarnar rétt áður en sagt er „gjörið svo vel“ og hafa úrval af góðum sósum með.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun