Súkkulaðibitakökur drauma þinna



⌑ Samstarf ⌑
Hrekkjavökukökur

Súkkulaðibitakökur eru eitt það allra besta, sérstaklega örlítið volgar með ískaldri mjólk! Þessar súkkulaðibitakökur eru hins vegar teknar upp á æðra stig með leynihráefni sem ég lauma í ansi margar uppskriftir.

Halloween cookies

Ég vildi gera hrekkjavökukökur fyrir ykkur en langaði líka að prófa þessa uppskrift með súkkulaðidropum svo úr varð að ég útbjó þrefalda uppskrift. Gerði hrekkjavökukökur úr 1/3 og síðan notaði ég dökka súkkulaðidropa í 1/3 og hvíta súkkulaðidropa í 1/3.

Leynihráefnið er gamli góði ROYAL búðingurinn en hann gerir kökurnar svoooo djúsí og góðar að það nær engri átt.

Hrekkjavaka kökur

Súkkulaðibitakökur drauma þinna

Grunnuppskrift

  • 120 g smjör við stofuhita
  • 150 g púðursykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 egg
  • 1 pk Royal búðingur (duftið)
  • ½ tsk. matarsódi
  • ¼ tsk. salt
  • 150 g hveiti

Svo er hægt að leika sér með það sem fer saman við……

Hrekkjavökukökur

Hér notaði ég 1 pk Royal karamellubúðing

  • 140 g M&M (appelsínugul, brún og græn)
  • 20 g hrekkjavöku“sprinkles“
súkkulaðibitakökur

Dökkir súkkulaðidropar eru í kökunum hér að ofan og ljósir í þeim að neðan. Allar þessar týpur voru tjúllað góðar svo ég held ég verði bara að mæla með þið prófið þær allar!

súkkulaðibitakökur með hvítu súkkulaði

Súkkulaðidropar

Hér notaði ég 1 pk Royal vanillubúðing í hvora uppskrift

  • 150 g hvítir eða dökkir súkkulaðidropar

Aðferð

  1. Þeytið saman smjör og púðursykur.
  2. Bætið eggi og vanilludropum saman við, skafið niður á milli og þeytið vel.
  3. Setjið búðingsduftið saman við og loks matarsóda, salt og hveiti.
  4. Skafið niður á milli og þegar deigið er orðið vel blandað má setja það sem hugurinn girnist saman við með sleif.
  5. Ég blandaði M&M og kökuskrauti saman við eina uppskrift, hvítum súkkulaðidropum við þá næstu og dökkum súkkulaðidropum við þá þriðju.
  6. Gott er að kæla deigið í 30-60 mínútur og rúlla því svo í kúlur.
  7. Rúllið kúfaðri matskeið í kúlu (þarf ekki að vera fullkomin) og raðið á bökunarplötu með smá bil á milli því hún á eftir að fletjast út.
  8. Bakið við 175°C í 12-15 mínútur eða þar til kantarnir fara að gyllast.

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun