
Hér er á ferðinni bragðsterk og matarmikil súpa sem tekur um fimmtán mínútur að útbúa!

Þessi kom skemmtilega á óvart og ég hef ekki áður notað hakk í súpu og það kom mjög vel út, passaði einstaklega vel með sterka tómatbragðinu.

Það er svo mikil snilld að nýta pakkasúpur sem grunn fyrir matarmeiri súpur, flýtir mikið fyrir og er því tilvalið þegar tíminn er naumur fyrir eldamennsku.

Bragðmikil tómatsúpa
Fyrir 3-4 (mæli með að tvöfalda fyrir 4 eða fleiri)
- 1 pakki Amerikansk Spicy Tomatsuppe frá TORO
- 700 ml vatn
- 200 ml rjómi
- Um 250 g nautahakk
- ½ laukur
- Bezt á flest krydd
- Sýrður rjómi, kóríander, chilli og vorlaukur
- Olía til steikingar
- Saxið laukinn og steikið með hakkinu upp úr olíu, kryddið til með Bezt á flest kryddi.
- Skerið niður chilli og vorlauk og hafið kóríander og sýrðan rjóma til taks.
- Setjið vatn og rjóma í pott og hrærið súpuduftinu saman við, náið upp suðunni og leyfið síðan að malla á lágum hita í um 10 mínútur eða þar til súpan fer að þykkna, hrærið reglulega í henni á meðan.
- Hellið súpu í skál og toppið með hakki, sýrðum rjóma, kóríander, chilli og vorlauk.
- Gott er einnig að bera súpuna fram með góðu brauði.

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM