Hótel GeysirHótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Um helgina fórum við hjónin í foreldrafrí á Hótel Geysi í tilefni þess að vera í vikunni búin að vera formlega gift í 9 ár þó svo við séum nú búin að vera saman í yfir tuttugu. Hér fyrir neðan kemur umfjöllun um hótelið sem og veitingastaðinn ásamt sniðugri afþeyingu á svæðinu. Þeir sem hafa áhuga geta einnig séð myndbönd og myndir frá helginni í Highlights á INSTAGRAM.

Hótel Geysir gisting og matur

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Veðrið lék við okkur og fengum við höfðinglegar móttökur hjá Elínu Svöfu og Bjarka matreiðslumeistara. Geysissvæðið hefur verið rekið af sömu fjölskyldu um árabil og reksturinn farið á milli ættliða og sagan nær nokkuð langt aftur í tímann. Hér er nokkuð ljóst að um harðduglegt fólk er að ræða og virkilega skemmtilegt hvernig búið er að tvinna alla söguna inn í þessa nýju fallegu byggingu. Útveggir gamla íþróttaskólans í Haukadal sem Sigurður Greipsson stofnaði árið 1922 standa einmitt enn í miðju hússins og veitingasalir umlykja hann allt um kring, virkilega fallegt og vel hannað.

Þegar við gengum inn þá gripum við andann á lofti, það er hátt til lofts, vítt til veggja og hugsað út í hvert smáatriði í hönnun, vali húsgagna, skreytinga og fleira.

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Myndir fanga þetta aldrei eins vel og upplifunin gerir en vonandi fáið þið smá innsýn inn í þetta glæsilega hótel í þessari umfjöllun.

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Fallegir munir og listaverk prýða hótelið og hvert sem litið er blasir fegurðin við.

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Við dvöldum í einni af sex svítum hótelsins svo það væsti sannarlega ekki um okkur. Hér er ekkert til sparað og lúxusinn og fegurðin eftir því. Hægt er að ganga út á svalir með dásamlegu útsýni og það var varla að við tímdum að fara út úr herberginu.

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Við ókum nú engu að síður inn í Haukadalsskóg í leit af fallegri gönguleið. Við keyrðum inn á plan þar sem finna mátti merktar gönguleiðir um svæðið. Við enduðum á því að taka smá útúrdúr og fórum upp á Sandfell og útsýnið þaðan yfir Haukadalssvæðið var frábært!

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Eftir góða göngu höfðum við okkur til fyrir kvöldverðinn á Geysi veitingahúsi. Ég verð að viðurkenna að ég var búin að hugsa um hann allan daginn eftir að Bjarki sýndi okkur eldhúsið og fór yfir matseðilinn með okkur. Mig langaði helst að smakka á öllum réttum því allt var svo girnilegt.

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Hemmi pantaði sér fjögurra rétta sælkera máltíð og ég nokkra rétti af matseðli.

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Hér er reykt bleikja og laxatartar af fjögurra rétta seðlinum….mmmmm!

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Blómkálsþrennan var virkilega góð og síðan fékk ég mér rjómalagaða humarsúpu og trufflu franskar þar sem ég hafði heyrt þær væru eitthvað sem ekki mætti láta framhjá sér fara.

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Humarsúpan var svo sannarlega dásamleg!

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Ég skildi síðan algjörlega hvað var verið að tala um þegar ég smakkaði trufflu franskarnar. Það kæmi mér ekki á óvart að ég þyrfti mögulega að skreppa austur aftur fljótlega til að smakka þær aðeins betur, tíhí!

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Aðalrétturinn með sælkeramáltíðinni var nautalund & anda confit og mýkra kjöt höfum við ekki smakkað!

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Diskarnir eru eins og listaverk og maturinn bæði konfekt fyrir augað og bragðlaukana. Ég gat ekki valið hvort ég ætti að smakka bleikju á fennel rizotto eða þorskhnakka & humarhala svo ég fékk sitt lítið af hvoru og ég gæti alls ekki valið aftur á milli og segi því bara að bæði var betra!

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Salatið með þorskhnakkanum og humrinum var létt og dásamlegt.

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Þeir sem mig þekkja vita að eftirréttur er eitthvað sem alls ekki má sleppa! Við smökkuðum á öllum eftirréttunum og mikið sem þeir voru allir góðir um leið og þeir voru ólíkir. Ísinn var léttur og skemmtilegt að fá mismunandi bragðtegundir til að smakka á. Skyrið var dúnmjúkt og dásamlegt með íslenskum jarða- og hindberjum, namm!

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Heit súkkulaðikaka er síðan draumur hvers manns og guðdómlegur ís og fersk íslensk hindber voru borin fram með henni.

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Eftir matinn fengum við okkur kvöldgöngu yfir á hverasvæðið. Það var blankalogn og Strokkur dansaði fyrir okkur í sólsetrinu.

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Þetta svæði er svo fallegt að það nær engri átt. Á svona fallegum sumarkvöldum er Ísland svo sannarlega best í heimi!

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Morgunverðarhlaðborðið daginn eftir var yfirfullt af góðgæti og verð ég að mæla með heimsókn á Hótel Geysi, hvort sem það er fyrir foreldrafrí, vinafrí, árshátíðir, fjölskyldur eða hvað eina. Við vorum meira að segja bæði á því að við hefðum átt að stoppa tvær nætur og ætlum að hafa það í huga fyrir næstu ferð.

Hótel Geysir og Geysir Restaurand, matarupplifun og foreldrafrí

Megið endilega líka fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun