Kjúklingaréttur frá Mexíkó⌑ Samstarf ⌑
Kjúklingaréttur með hrísgrjónum og chili

Hér erum við með kjúklingarétt með hrísgrjónum og chili sem rífur aðeins í, en alls ekki of mikið samt. Það tekur enga stund að útbúa þessa uppskrift svo hún er fullkomin í miðri viku þegar tíminn er naumur.

Kjúklingaréttur með hrísgrjónum og chili

Gott er að kreista smá lime yfir í lokin og toppa með nachos flögum og kóríander.

Kjúklingaréttur með hrísgrjónum og chili

Kjúklingaréttur frá Mexíkó

Fyrir 4-6 manns

 • 1 pakki kjúklingalundir (600-700 g)
 • 2 pakkar TORO Chicken Chili Bowl
 • 2 dósir hakkaðir tómatar (2 x 400 g)
 • 600-700 ml vatn
 • Maísbaunir í dós (150 g)
 • Olía til steikningar
 • Kjúklingakrydd
 • Kóríander, lime og nachosflögur
 1. Skerið kjúklingalundirnar niður og steikið upp úr olíu, kryddið eftir smekk (þetta gætu líka verið kjúklingabringur eða úrbeinuð læri).
 2. Bætið báðum TORO pökkunum í pottinn ásamt tómötum í dós og vatni (gott að byrja á 600 ml og sjá svo hvort þið viljið þynna meira).
 3. Setjið lokið á og leyfið að malla í 20-30 mínútur (smakkið grjónin til).
 4. Þegar grjónin eru soðin má bæta maísbaunum saman við í lokin og leyfa að malla í örfáar mínútur í viðbót.
 5. Berið fram með nachosflögum, kóríander og lime.
Kjúklingaréttur með hrísgrjónum og chili

Við elskum allt sem er með mexíkósku ívafi og þessi réttur hitti beint í mark. Chicken Chili Bowl og Chili Con Carne bowl séu nýjungar frá TORO og fást meðal annars í Nettó, Fjarðarkaup og Melabúðinni.

Kjúklingaréttur með hrísgrjónum og chili

Þið megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun