Gotterí og gersemar banner

Fansí og fljótleg fiskisúpa⌑ Samstarf ⌑
Fiskisúpa úr pakka frá TORO

Það er alltaf gott þegar það er hægt að taka súpuduft í pakka og færa upp á æðra stig. Það er fljótlegt og þægilegt og hér er ein slík uppskrift á ferðinni þar sem búið er að bæta við grænmeti og fiskmeti.

Fiskisúpa úr pakka frá TORO

Fansí og fljótleg fiskisúpa

Fyrir um 5-6 manns

 • 2 x TORO Bergensk Fiskesuppe
 • 4 meðalstórar gulrætur
 • ½ blaðlaukur
 • 30 g smjör
 • 1,5 l vatn
 • 350 ml rjómi
 • 200 g risarækjur
 • 200 g litlar rækjur
 • 400 g þorskhnakki
 • Salt, pipar og kraftur
 • Steinselja (má sleppa)
 1. Skerið gulrætur í strimla og blaðlauk í sneiðar.
 2. Skolið fiskmetið og skerið þorskinn í munnstóra bita.
 3. Steikið gulrætur upp úr smjöri þar til þær fara aðeins að mýkjast og bætið þá blaðlauk saman við, kryddið til með salti og pipar og steikið þar til mýkist.
 4. Hellið næst vatni og rjóma yfir grænmetið og pískið súpuduftið saman við, kryddið og notið kraft eftir smekk.
 5. Að lokum má ná upp suðu í súpunni og bæta þorskbitum og risarækju í pottinn og leyfa að malla í um 8 mínútur, þá fara litlu rækjurnar útí og allt látið malla í 2 mínútur til viðbótar.
 6. Berið fram með saxaðri steinselju sé þess óskað.
Fiskisúpa úr pakka frá TORO

Ég hef gert ófáar uppskriftirnar með TORO og er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í þeim efnum.

Fiskisúpa úr pakka frá TORO

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun