
Það er alltaf gott þegar það er hægt að taka súpuduft í pakka og færa upp á æðra stig. Það er fljótlegt og þægilegt og hér er ein slík uppskrift á ferðinni þar sem búið er að bæta við grænmeti og fiskmeti.

Fansí og fljótleg fiskisúpa
Fyrir um 5-6 manns
- 2 x TORO Bergensk Fiskesuppe
- 4 meðalstórar gulrætur
- ½ blaðlaukur
- 30 g smjör
- 1,5 l vatn
- 350 ml rjómi
- 200 g risarækjur
- 200 g litlar rækjur
- 400 g þorskhnakki
- Salt, pipar og kraftur
- Steinselja (má sleppa)
- Skerið gulrætur í strimla og blaðlauk í sneiðar.
- Skolið fiskmetið og skerið þorskinn í munnstóra bita.
- Steikið gulrætur upp úr smjöri þar til þær fara aðeins að mýkjast og bætið þá blaðlauk saman við, kryddið til með salti og pipar og steikið þar til mýkist.
- Hellið næst vatni og rjóma yfir grænmetið og pískið súpuduftið saman við, kryddið og notið kraft eftir smekk.
- Að lokum má ná upp suðu í súpunni og bæta þorskbitum og risarækju í pottinn og leyfa að malla í um 8 mínútur, þá fara litlu rækjurnar útí og allt látið malla í 2 mínútur til viðbótar.
- Berið fram með saxaðri steinselju sé þess óskað.

Ég hef gert ófáar uppskriftirnar með TORO og er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í þeim efnum.
