„The Royal“



⌑ Samstarf ⌑
Royal búðingur í sparifötunum

Hér er á ferðinni ofureinfaldur eftirréttur sem tók mig um 15 mínútur að útbúa og koma í kæli! Það eru ekki mörg hráefni en það þarf að þrífa hrærivélarskálina 3 x í röð til að koma þessu heim og saman. Það er samt ekki hægt að kvarta yfir slíku þegar maður fær svona fallegt glas í hendurnar fyrir uppvaskið.

Royal búðingur

Þessi eftirréttur fór í smakk til nokkurra nágranna og það voru allir yfir sig hrifnir af þessum dásamlegheitum.

Fallegur eftirréttur úr súkkulaði og karamellu

„The ROYAL“

Uppskrift dugar í 8-10 glös

Súkkulaðilag

 • 1 pk. Royal súkkulaðibúðingur
 • 300 ml nýmjólk
 • 300 ml rjómi
 • 2 msk. bökunarkakó
 1. Hrærið öllum hráefnum saman á meðalhraða þar til léttur og þykkur búðingur hefur myndast.
 2. Skiptið niður í falleg glös og geymið pláss fyrir næstu lög (gott að notast við sprautupoka/zip lock poka).
 3. Stráið smá Snickerskurli og krispkúlum yfir áður en þið setjið karamellubúðinginn.

Karamellulag

 • 1 pk. Royal saltkaramellubúðingur
 • 300 ml nýmjólk
 • 300 ml rjómi
 • Hrærið öllum hráefnum saman á meðalhraða þar til léttur og þykkur búðingur hefur myndast.
 • Skiptið niður í glösin og geymið pláss fyrir rjóma og topp (gott að notast við sprautupoka/zip lock poka).

Toppur og annað hráefni

 • 4 stk. Snickers súkkulaðistykki (rifin gróft niður)
 • Litlar krispkúlur
 • 300 ml þeyttur rjómi
 1. Sprautið rjómatopp efst í hvert glas og stráið Snickerskurli og krispkúlum yfir allt.
 2. Kælið fram að notkun.
Royal búðingur

Royalbúðingurinn klikkar ekki frekar en fyrri daginn og með því að þeyta hann upp í rjóma verður hann að dýrindis hátíðareftirrétti.

Royal súkkulaðibúðingur, karamellubúðingur og rjómi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun