Bananasplitt bollur⌑ Samstarf ⌑
Gerbollur með bananasplitt búðingi

Þegar ég var yngri vildi ég ekki sjá neitt annað en gerbollur og veit ég að slíkt á við um marga í dag. Hér kemur því uppskrift af Bolludags-gerbollum sem fylltar eru með dásamlegum búðingi.

Gerbollur fyrir bolludaginn með búðingi og súkkulaði

Það var að koma nýr búðingur á markað frá ROYAL með bananasplitt og hvítu súkkulaði. Ég stóðst auðvitað ekki mátið og varð að reyna að hafa smá bananasplitt útlit á bollunum í leiðinni og því eru þær svona litríkar og skemmtilegar.

Bolludagsbollur með búðningi á milli

Bananasplitt bollur

15 stykki

Gerbollur uppskrift

 • 2 egg
 • 40 g sykur
 • ½ tsk. salt
 • 2 tsk. kardimommudropar
 • 100 g brætt smjör
 • 630 g hveiti
 • 1 pk. þurrger (11,8 g)
 • 300 ml volgt vatn
 • Egg og mjólk til að pensla með
 1. Setjið krókinn á hrærivélina og hrærið létt saman eggjum, sykri og salt.
 2. Bætið hveiti, þurrgeri og volgu vatni saman við og hnoðið áfram.
 3. Að lokum fara kardimommudroparnir út í ásamt bræddu smjörinu og hnoðað aðeins til viðbótar.
 4. Deigið er frekar klístrað en best er að reyna að hafa það eins klístrað og þið getið en þó þannig að þið getið náð því úr hrærivélinni, saman í kúlu og fært yfir í stóra skál sem búið er að pensla að innan með smá matarolíu.
 5. Setjið viskastykki yfir og leyfið að hefast í 45 mínútur.
 6. Skiptið þá deiginu niður í 15 hluta og mótið hringlaga bollur. Raðið þeim á bökunarpappír á tvær bökunarplötur, setjið viskastykki aftur yfir og hefið að nýju í 45 mínútur.
 7. Pískið saman egg og smá mjólk og penslið þunnu lagi yfir bollurnar.
 8. Bakið síðan við 185°C í 10-13 mínútur eða þar til þær verða fallega gylltar.

Fylling

 • 2 pakkar Royal bananasplitt búðingur með hvítu súkkulaði
 • 950 ml rjómi
 • 100 g hvítt súkkulaði (saxað smátt)
 1. Þeytið saman þar til rjóminn verður léttþeyttur (varist að þeyta of mikið því rjóminn þykknar enn frekar þegar hann fær aðeins að standa).
 2. Vefjið súkkulaðinu saman við og setjið í sprautupoka og sprautið vænu lagi á milli hverrar bollu og útbúið næst glassúrinn.

Súkkulaðiglassúr og skraut

 • 110 g brætt smjör
 • 210 g flórsykur
 • 2 msk. bökunarkakó
 • 2 tsk. vanilludropar
 • Kokteilber (rauð með stöngli)
 • Litríkt kökuskraut
 1. Hrærið saman brætt smjör, flórsykur, bökunarkakó og þar til slétt og falleg súkkulaðibráð hefur myndast.
 2. Smyrjið súkkulaðiglassúr á bollurnar og skreytið með kökuskrauti og kirsuberi.
Royal búðingur á bollur

Þessi búðingur passar ótrúlega vel á milli og þarf ég klárlega að prófa að gera eitthvað fleira sniðugt með honum. Ég hef alla tíð elskað bollur með karamellubúðingi frá Royal á milli og byrjaði í raun að borða bollur þannig. Fannst þær aldrei neitt sérstakar þegar ég var krakki en svo þegar ég smakkaði slíka með karamellubúðingi var ekki aftur snúið og nú ELSKA ég allar tegundir af bollum og hreinlega fæ ekki nóg af því að prófa mig áfram með fyllingar og krem.

Gerbollur með súkkulaði á Bolludaginn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun