Humar risotto



⌑ Samstarf ⌑
Risotto með humri uppskrift

Ég hef ekki getað hætt að hugsa um risotto síðan Roby hennar Lillýar kenndi mér réttu taktana við slíka matseld á dögunum. Ég hef alltaf miklað þetta svo fyrir mér að það hálfa væri hellingur, því þetta er nákvæmlega ekkert mál!

Risotto uppskrift með humri

Hér kemur einföld og guðdómleg uppskrift með humri, ég auðvitað varð að prófa það því ég elska humar!

Sjávarrétta risotto með humri

Það var lítið mál að stytta sér leið og útbúa humarkraft með humarkrafti frá Oscar í stað þess að sjóða saman skeljar og slíkt stúss og það var virkilega bragðgott og rétturinn alveg fullkominn að mínu mati.

Risotto með Muga hvítvíni

Humar risotto uppskrift

Fyrir 4-5 manns

  • 800 g skelflettur humar frá Sælkerafiski
  • 2 skalottlaukar
  • 400 g Arborio hrísgrjón
  • 100 ml Muga hvítvín
  • 1250 ml vatn
  • 2 msk. fljótandi humarkraftur frá Oscar
  • 60 g smjör
  • 60 g parmesanostur
  • 2 hvítlauksrif
  • Ólífuolía og smjör til steikingar
  • Salt og pipar
  • Söxuð steinselja
  1. Byrjið á því að affrysta, skola og þerra humarinn, geymið.
  2. Útbúið soðið með því að sjóða saman vatn og humarkraft, haldið suðunni í því allan tímann.
  3. Saxið skalottlaukinn smátt og steikið upp úr blöndu af smjöri og ólífuolíu þar til hann mýkist (um 2 mínútur) og kryddið með salti og pipar.
  4. Bætið þá hrísgrjónunum saman við og steikið með lauknum í um tvær mínútur til viðbótar.
  5. Hvítvínið má næst fara í pottinn og hrærið þar til það gufar upp.
  6. Þá má hella um helming soðsins yfir grjónin og laukinn og hræra mjög reglulega í pottinum. Síðan þarf að hella einni ausu af soði í einu reglulega yfir og passa að grjónin þorni ekki upp og hræra varlega allan tímann.
  7. Þegar grjóni eru orðin „al dente“ (eftir um 20 mín) má taka pottinn af hellunni á meðan þið steikið humarinn.
  8. Setjið um 40 g af smjöri á pönnu og rífið niður hvítlauksrifin. Hellið humrinum saman við, saltið og piprið eftir smekk og steikið stutta stund eða þar til humarinn krullast aðeins upp, þá er hann tilbúinn.
  9. Setjið risotto á fallegan disk og vel af humri yfir. Síðan er gott að rífa parmesan ost yfir allt og skreyta með steinselju. Einnig er gott að hafa snittubrauð eða hvítlauksbrauð með réttinum.
Humar risotto með humri frá Sælkerafiski

Síðan finnst mér frábært að geta keypt skelflettan humar frá Sælkerafiski því hann er fljótur að affrystast og auðvelt að steikja hann síðan beint á pönnu upp úr smjöri og hvítlauk, mmmmmmm!

Risotto uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun