
Síðan í fyrra hefur mig dreymt um fallegt stell á pallinn, sem væri úr plasti því við erum mikið úti í góðu veðri og ekki gaman ef gler brotnar og fer um allt, sérlega í og við heita pottinn! Ég sá slíkar vörur of seint í fyrra og allt var uppselt þegar ég ætlaði að finna mér slík fínheit! Ég var því ekki lengi að stökkva til þegar Húsgagnahöllin auglýsti þessar undurfallegu Medusa vörur í síðustu viku!

Stellið minnir óneitanlega á Royal Copenhagen mynstrið og að bera fram sumarlegan og litríkan mat á þessu stelli færir sumarveitingarnar á æðra stig! Ég átti bágt með að hemja mig þegar ég sá úrvalið og skilst mér að nú þegar sé einhver hluti af vörunum uppseldur en önnur sending væntanleg fljótt, hjúkk! Mig vantar nefnilega aðeins að bæta við hjá mér og ætla ekki að missa af því, annað árið í röð!

Sumaruppskriftir
Jógúrtskál
- Granóla
- Grísk jógúrt
- Lemon curd
- Jarðarber
- Kókosflögur
- Chia fræ
- Setjið granóla í botninn á glasinu/skálinni, hér nota ég Medusa kokteilglas.
- Næst má setja gríska jógúrt eftir smekk.
- Að lokum má setja um eina matskeið af Lemon curd, jarðarber, kókosflögur og chia fræ yfir allt saman.

Eggjasalat
- 6 harðsoðin egg
- ½ smátt saxaður rauðlaukur
- 2 fersk græn chilli, smátt söxuð
- 100 g majónes
- Aromat
- Skerið niður eggin og blandið öllu varlega saman í skál með sleif.
- Kryddið til með Aromat eftir smekk og setjið í skál, hér nota ég Medusa Blue dancers skál.
- Njótið með góðu brauði eða kexi

Sumardrykkur
- Sprite Zero
- Niðurskorin jarðarber
- Sítrónusneiðar
- Setjið vel af klaka í karöfluna, næst ávextina og fyllið síðan upp í topp með Sprite Zero.

Dætur mínar voru sólgnar í þennan ískalda og ferska sumardrykk.

Nú get ég borið fram drykki í undurfallegum glösum á pallinum í sumar…..ó elsku sumar, komdu fljótt!

Medusa Blue dancers bakkinn er undurfallegur og hentar vel til þess að bera fram veitingar úti á palli eða í útilegunni.
