Grillað lambalæri



⌑ Samstarf ⌑
Grillað lambalæri uppskrift og aðferð

Grillað lambalæri er máltíð sem klikkar seint! Hér er á ferðinni einföld útgáfa af grilluðu lambalæri og grænmeti í álpappírsvasa með kaldri grillsósu. Máltíð sem hentar fullkomlega í ferðlagið jafnt sem heima við!

Grillað lambalæri

Mmmmm…….það borðuðu allir vel á þessu heimili þetta kvöldið!

Grillað lambalæri uppskrift og aðferð

Grillað lambalæri uppskrift

Fyrir um 6 manns

Lambalæri

  • Lambalæri um 2 – 2,5 kg
  • Caj P grillolía Original
  1. Penslið lambalærið vel með grillolíu.
  2. Vefjið lærið þétt inn í álpappír og gott er að hafa að minnsta kosti tvö lög.
  3. Grillið á meðalheitu grilli í 1 – 1 ½ klukkustund, snúið á 20 mínútna fresti. Gott er að nota kjöthitamæli og þegar kjarnhiti sýnir á bilinu 60-70° er lærið tilbúið (fer eftir því hvernig þið viljið hafa það eldað).
  4. Síðustu mínúturnar má síðan taka álpappírinn af og grilla lærið á báðum hliðum stutta stund til að fá stökka húð.
  5. Leyfið lærinu að standa í um 15 mínútur áður en þið skerið í það.

Tabasco Sriracha grillsósa

  • 100 g majónes
  • 250 g sýrður rjómi
  • 2 msk. Tabasco Sriracha sósa (30 g)
  • 1 msk. saxaður kóríander
  • ½ lime (safinn)
  1. Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.
Grillað lambalæri og köld grillsósa

Grænmeti í álpappírsvasa

  • Um 600 kartöflur
  • Um 300 g ferskur aspas
  • 2-3 rauðlaukar (eftir stærð)
  • Ólífuolía
  • Salt, pipar og hvítlauksduft
  1. Skerið grænmetið niður í munnstóra bita. Kartöflurnar mega þó vera í aðeins minni bitum svo eldunartími sé jafnari.
  2. Setjið allt í stóra skál og veltið upp úr ólífuolíu og kryddum.
  3. Búið til 6 álpappírsvasa úr tvöföldum álpappír.
  4. Skiptið grænmetinu niður og klemmið álpappírinn saman.
  5. Grillið við lágan hita eða á efri grindinni í um 45 mínútur. Gott er að opna reglulega einn poka og stinga í kartöflurnar, þegar þær eru mjúkar má taka grænmetið af grillinu. Það geymist vel heitt í álpappírsvasanum en nóg er að setja það á grillið þegar lærið hefur verið í um 20-30 mínútur í eldun.
Grænmeti á grillið

Það má síðan leika sér með magnið af Tabasco Sriracha sósunni eftir því hversu sterka þið viljið hafa hana.

Grillsósa með Tabasco sósu

Grillsumarið mikla er sannarlega hafið! Bara spurning hvar sumarið er að fela sig….hmmmm!

Grillað lambalæri eldunartími og kjarnhiti

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun