Mexíkósúpa á kortéri



⌑ Samstarf ⌑
Einföld mexíkósúpa uppskrift

Mexíkósúpa hittir alltaf í mark! Það er hægt að gera mexíkósúpur á óteljandi vegu, sumir vilja tæra súpu, aðrir rjómalagaða, stundum hef ég fengið slíka með hakki en oftast nota ég þó kjúkling og rjómalöguð þykir mér betri.

Það er ekki alltaf tími fyrir flókna súpugerð og hér nota ég Toro mexíkósúpuna (sem hefur verið ein af mínum uppáhalds í gegnum tíðina) og „poppa“ hana aðeins upp svo úr var algjör veislumáltíð á rétt um kortéri!

Mexíkósúpa með osti, sýrðum rjóma og snakki

Til þess að gera þetta eins einfalt og hægt væri keypti ég tilbúin grilluð kjúklingalæri og skar niður í súpuna, namm þetta var svooooo góð súpa!

Mexíkósúpa með nachos

Mexíkósúpa á kortéri

Fyrir um 4-6 manns

Súpa uppskrift

  • 2 pakkar Meksikansk Tomatsuppe frá Toro
  • Um 500 g grillað kjúklingalærakjöt
  • 1 rauð paprika
  • 1/3 blaðlaukur
  • 1300 ml vatn
  • 500 ml matreiðslurjómi
  • 200 g rjómaostur
  • Ólífuolía til steikingar
  • Salt, pipar, hvítlauksduft
  1. Skerið papriku og lauk niður. Steikið upp úr ólífuolíu við meðalhita þar til grænmetið mýkist, kryddið eftir smekk.
  2. Hellið þá vatni og matreiðslurjóma í pottinn og hrærið súpuduftinu saman við. Náið upp hitanum og lækkið síðan vel niður og blandið rjómaostinum saman við. Leyfið að malla stutta stund og hrærið reglulega í súpunni á meðan.
  3. Skerið að lokum niður tilbúið kjúklingakjötið, setjið í pottinn og leyfið því að hitna í gegn.
  4. Toppið með neðangreindu eftir smekk.

Toppur ofan á súpu

  • Sýrður rjómi
  • Rifinn ostur
  • Muldar nachosflögur
  • Kóríander
Toro mexíkósúpa

Þessi súpa er svo mikil snilld! Ég hef notað hana um árabil þegar okkur langar í mexíkósúpu en höfum ekki mikinn tíma fyrir eldamennsku og hún er alltaf jafn dásamleg.

Fljótleg mexíkósúpa

Hver og einn getur síðan toppað með því sem honum finnst gott. Yngsta dóttir mín vill til dæmis bara ost og nachos á meðan systurnar bæta við sýrðum rjóma og við pabbinn að auki kóríander.

Mexíkósúpa uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun