Aspassúpa⌑ Samstarf ⌑
Aspassúpa uppskrift

Aspassúpa er algjör klassík. Þetta er súpa sem hefur fylgt okkur um aldur og ævi og nauðsynlegt að skella í ljúffenga aspassúpu annað slagið. Það er svo einfalt og fljótlegt að gera hana aðeins meira gúrme og þessi útfærsla var guðdómleg. Þessi súpa er hinn fullkomni kvöldverður í miðri viku eða sem forréttur fyrir hátíðirnar!

Aspassúpa frá himnum

Ferskur aspas er svo góður, hér notaðist ég við „mini“ ferskan aspas og hentar hann mjög vel fyrir súpur en að sjálfssögðu er í lagi að nota þennan hefðbundna líka. Einnig væri gaman að prófa hvítan aspas, hann er stundum til yfir hátíðirnar og bragðast í raun alveg eins að mínu mati, örlítið mýkri í sér og svo er útlitið bara öðruvísi og skemmtilegt.

Aspassúpa með brauðteningum

Aspassúpa uppskrift

Fyrir um það bil 4 manns

 • 400 g ferskur aspas
 • 2 skalottlaukar
 • 2 hvítlauksrif
 • 700 ml rjómi
 • 700 ml vatn
 • 2 pakkar TORO aspassúpubréf
 • Salt + pipar
 • Smjör til steikingar
 • Brauðteningar
 • Sýrður rjómi
 1. Skerið trenaða hlutann af aspasnum og skerið hann því næst í munnstóra bita. Hér er notast við mini-aspas og nokkrir heilir geymdir til þess að skreyta með en það er þó óþarfi.
 2. Saxið skalottlauk og hvítlauk og steikið upp úr smjöri ásamt aspasnum í góðum potti. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk.
 3. Þegar grænmetið fer að mýkjast má hella rjóma og vatni í pottinn og píska bæði súpubréfin saman við, hitið að suðu.
 4. Lækkið þá hitann og leyfið að malla í um 15 mínútur, hrærið reglulega í súpunni á meðan og kryddið og smakkið til.
 5. Berið fram með sýrðum rjóma og brauðteningum.
TORO aspassúpa yfir hátíðirnar

TORO súpuduftið er einstaklega gott og flýtir virkilega fyrir í súpugerð sem þessari og sparar óþarfa vesen án þess að það komi niður á gæðum súpunnar.

Aspassúpa fyrir jólin

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun