Súkkulaði „Turtle“ kökur



⌑ Samstarf ⌑
Súkkulaði smákökur með karamellu

Það má svo sannarlega bæði baka og borða yfir sig af smákökum í desember! Þessa uppskrift sá ég á síðu sem heitir Pixelated Crumb og ég aðlagaði hana aðeins að því sem ég var að gera en breytti samt ekki miklu. Turtle Cookies eru kökur sem innihalda karamellu og pekanhnetur, síðan eru útfærslurnar ýmiss konar!

Smákökur uppskrift

„Turtle“ kökur uppskrift

  • 180 g hveiti
  • 30 Cadbury bökunarkakó
  • ½ tsk. salt
  • 120 g smjör við stofuhita
  • 190 g sykur
  • 1 egg + 1 eggjahvíta
  • 2 msk. nýmjólk
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 150 g saxaðar pekanhnetur
  • 150 g Dumle Original karamellur
  • 3 msk. rjómi
  1. Blandið hveiti, bökunarkakó og salti saman í skál og leggið til hliðar.
  2. Þeytið smjör og sykur þar til létt og ljóst.
  3. Bætið þá eggjarauðunni saman við ásamt mjólk og vanilludropum.
  4. Að lokum fer hveitiblandan saman við og deiginu næst þjappað í kúlu, plastað og kælt í að minnsta kosti klukkustund.
  5. Hitið ofninn í 175°C og takið til tvær bökunarplötur með bökunarpappír.
  6. Pískið eggjahvítur í eina skál og setjið smátt saxaðar pekanhnetur í aðra.
  7. Vigtið um 30 g af deigi fyrir hverja kúlu, rúllið henni upp, setjið næst í eggjahvíturnar og rúllið næst upp úr pekanhnetum.
  8. Leggið á bökunarplötu og pressið ofan í miðja kúlu með mæliskeið til að gera smá holu fyrir karamelluna.
  9. Bakið í um 20-25 mínútur eða þar til kökurnar fara aðeins að dökkna.
  10. Útbúið karamelluna á meðan með því að bræða saman Dumle karamellur og rjóma.
  11. Takið kökurnar út, pressið aftur með skeiðinni í holuna og hellið karamellunni þar ofan í.
  12. Leyfið að kólna niður, karamellan helst þó alveg seig svo ekki stafla þessum kökum upp því þá gæti karamellan klístrast.
Dumle karamellur í smákökurnar

Þessar smákökur eru klárlega með þeim betri sem ég hef gert og eru löngu búnar á þessu heimili!

Karamellukökur

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun