Karamellubúðingur í sparifötunum



⌑ Samstarf ⌑
Einfaldur eftirréttur

Það þarf ekki alltaf að vera flókið til að vera gott! Royal karamellubúðingur hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég var lítil stelpa og ég hef nú gert þær nokkrar tilraunirnar með hann í eldhúsinu. Hér erum við með lúxus útgáfu af þessum dásamlega búðingi sem sómir sér vel sem eftirréttur.

Eftirréttur sem allir elska

Það tekur enga stund að útbúa þessa dásemd og mikið sem þetta var ljúffengt og gott!

Karamellubúðingur

Karamellubúðingur í sparifötunum

Uppskrift dugar í um 6 glös

Botn

  • 200 g Lu Bastogne Duo kex
  • 30 g brætt smjör
  1. Setjið kexið í blandarann og myljið niður í duft.
  2. Blandið bræddu smjöri saman við, leggið til hliðar.

Karamellubúðingur

  • 1 pakki Royal karamellubúðingur
  • 250 ml rjómi
  • 250 ml mjólk
  1. Pískið búðingsduftið saman við mjólk og rjóma, geymið í skálinni og setjið síðan saman (sjá neðar).

Annað hráefni og samsetning

  • 300 ml þeyttur rjómi
  • Karamellusósa (tilbúin heit íssósa í flösku)
  • Blóm sé þess óskað
  1. Setjið um eina matskeið af kexi í botninn á glasinu.
  2. Skiptið næst búðingnum á milli glasanna.
  3. Hellið smá karamellusósu yfir og setjið smá meiri kexmylsnu.
  4. Skiptið næst rjómanum niður í glösin og setjið aftur karamellusósu og smá kexmylsnu, toppið með blómum sé þess óskað.
  5. Best er að geyma eftirréttinn í kæli í að minnsta kosti 30 mínútur áður en hann er borinn fram. 
Royal karamellubúðingur í eftirréttinn

Royal klikkar ekki frekar en fyrri daginn!

Fljótlegur og góður eftirréttur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun