„Royalistinn“⌑ Samstarf ⌑
Súkkulaði og lakkrísbúðingur frá Royal

Þessi búðingur, almáttugur minn! Ég kolféll við fyrsta smakk, það er bara þannig, enda hef ég elskað Eitt sett síðan ég var lítil stelpa!

Royal búðingur

Ég mátti auðvitað til með að gera alls konar auka gúrm á hann en hann er dásamlegur einn og sér, einnig bara með þeyttum rjóma. Þið getið því leikið ykkur með útfærslur eftir því hvað ykkur þykir gott.

Einfaldur eftirréttur uppskrift

Lakkríssósan og lakkrískurlið passar einstaklega vel með og ég mæli með að þið sem elskið lakkrís farið „all-in“ með sósu og kurl!

Fljótlegur eftirréttur uppskrift

„Royalistinn“

Uppskrift dugar í um 4 glös

Súkkulaði- og lakkrís búðingur

 • 1 pakki Eitt Sett Royal búðingur
 • 250 ml rjómi
 • 250 ml nýmjólk
 1. Pískið eða þeytið allt saman í um eina mínútu eða þar til blandan fer aðeins að þykkna.
 2. Skiptið niður í falleg glös/skálar og kælið í um 30 mínútur, gott að gera lakkríssósuna á meðan.

Lakkríssósa

 • 150 g lakkrískúlur
 • 100 ml rjómi
 1. Setjið kúlur og rjóma saman í pott við meðalháan hita og bræðið saman.
 2. Þegar slétt lakkríssósa hefur myndast má hella henni úr pottinum yfir í skál/könnu og leyfa að ná stofuhita áður en hún er sett yfir búðinginn.
 3. Setjið síðan 1-2 matskeiðar af sósu yfir búðinginn (eftir smekk), kælið aftur í nokkrar mínútur (til þess að þeytti rjóminn leki ekki til ef sósan er enn volg).

Toppur

 • 250 ml þeyttur rjómi
 • Lakkrískurl frá Nóa Siríus
 • Smá lakkríssósa
 1. Setjið rjómann í sprautupoka með stórum hringlaga stút eða klippið gat á zip-lock poka. Sprautið snúning ofan á hvern búðing.
 2. Stráið smá sósu og lakkrískurli yfir.
Royal búðingur klikkar seint

Hlakka sko til að prófa eitthvað fleira skemmtilegt með þessum!

Eitt sett búðingur frá Royal

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun