Lambalundir með sætkartöflumús og sveppasósu



⌑ Samstarf ⌑
Lambalundir grillaðar

Grillað kjöt segir okkur að það er alveg að koma vor! Það eru líka alveg að koma páskar og lambakjöt er alltaf vinsælt á þeim tíma. Hér er ein undursamleg hugmynd að páskalambinu fyrir ykkur að njóta.

Grillaðar lambalundir

Það tekur örskamma stund að grilla lambalundir svo það er helst kartöflumúsin sem þarf að koma í gang áður en annað er undirbúið. Mér fannst smellpassa að undirbúa sósuna og leyfa henni að malla á meðan kartöflurnar sjóða og kjötið marinerast. Síðan er fínt að klára að setja kartöflumúsina saman og skella henni í ofninn um leið og lundirnar eru grillaðar, þá er allt klárt á sama tíma.

Sveppasósa uppskrift

Mmmm…..

Sætkartöflumús með hnetum og fetaosti

Sætkartöflumúsin var algjörlega fullkomin með þessu!

Lambalundir grilltími

Lambalundir með sætkartöflumús og sveppasósu

Fyrir 4-6 manns

Lambalundir uppskrift

  • Um 1 kg lambalundir
  • 3 msk. Bezt á lambið krydd
  • 3 msk. ólífuolía
  1. Veltið lundunum upp úr olíu og kryddi, plastið og leyfið að marinerast að minnsta kosti í klukkustund (yfir nótt væri líka í lagi).
  2. Grillið síðan á vel heitu grilli í 5-8 mínútur, fer eftir þykkt lundanna.
  3. Hvílið síðan í að minnsta kosti 10 mínútur áður en kjötið er skorið.

Sveppasósa uppskrift

  • 60 g smjör
  • 300 g sveppir
  • 2 hvítlauksrif
  • 3 msk. hvítvín
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 400 ml vatn
  • 400 ml rjómi
  • 30 g parmesan
  • 1 msk. timian
  • Salt og pipar
  • 2 x Toro sveppasósubréf
  1. Steikið sveppina upp úr smjöri þar til þeir mýkjast. Saltið og piprið eftir smekk og rífið hvítlaukinn saman við í lokin og steikið aðeins áfram.
  2. Hellið hvítvíninu yfir sveppina og leyfið því að sjóða niður (gufa upp) og bætið þá restinni af hráefnunum í pottinn og pískið sósubréfin saman við.
  3. Leyfið að malla og smakkið til með salti og pipar.

Sætkartöflumús uppskrift

  • Um 1100 g sætar kartöflur
  • 60 g smjör
  • 3 msk. hlynsýróp
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  • ½ tsk. cheyenne pipar
  • 60 g saxaðar döðlur
  • 100 g saxaðar pekanhnetur
  • 1 krukka fetaostur (bara osturinn)
  1. Sjóðið kartöflurnar. Mér finnst best að flysja þær fyrst og skera í jafna bita, þá eru þær fljótari að sjóða.
  2. Setjið síðan kartöflubitana ásamt smjöri, sýrópi og kryddi í hrærivélarskálina og blandið saman.
  3. Færið næst yfir í eldfast mót og dreifið döðlum, pekanhnetum og fetaosti yfir og bakið við 190°C í um 10-15 mínútur eða þar til osturinn bráðnar og hneturnar fara að gyllast.
Gott krydd á lambakjötið frá Bezt

Bezt kryddin eru ekki bara í fallegum krukkum, heldur líka dásamlega góð!

Eldun á lambalundum

Toro sveppasósan er svo góð og mér finnst gaman að leika mér með þessi sósubréf sem grunn í sósum, þær þykkja, veita bragð og setja punktinn yfir I-ið.

Toro sveppasósa með lambakjötinu

Nú er sveppasósan víða komin í nýjar pakkningar svo þið skulið ekki láta blekkjast. Hér fyrir neðan getið þið séð nýju umbúðirnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun