Bollakökur með lakkrískeim⌑ Samstarf ⌑
Súkkulaði bollakökur með lakkrís

Hér eru á ferðinni undursamlegar bollakökur með lakkrískeim í kökunni sjálfri og silkimjúku súkkulaði smjörkremi, namm!

Súkkulaði smjörkrem

Það er eitthvað með blöndu af lakkrís og súkkulaði sem hreinlega getur ekki klikkað.

Súkkulaði og lakkrís bollakökur

Bollakökur með lakkrískeim

12-14 stykki

Bollakökur uppskrift

 • 2 egg
 • 100 g sykur
 • 100 g púðursykur
 • 80 ml ljós matarolía
 • 120 ml súrmjólk
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 110 g hveiti
 • 40 g bökunarkakó
 • 1 tsk. lyftiduft
 • ½ tsk. matarsódi
 • ½ tsk. salt
 • 1 pakki Eitt sett Royal búðingur
 1. Hitið ofninn í 170°C og takið til bollakökuform. Best þykir mér að nota álform með pappaformum inn í.
 2. Þeytið saman egg og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljós blanda myndast.
 3. Pískið saman matarolíu, súrmjólk og vanilludropa, geymið.
 4. Hrærið hveiti, kakó, lyftiduft, matarsóda og salt saman, geymið.
 5. Blandið nú til skiptis þurrefnunum og súrmjólkurblöndunni út í eggjablönduna og skafið niður á milli.
 6. Að lokum má hræra búðingsduftið saman við stutta stund.
 7. Skiptið næst niður í 12-14 bollakökuform og bakið í 20-22 mínútur.
 8. Kælið áður en þið setjið kremið á.

Súkkulaði smjörkrem uppskrift

 • 150 g smjör við stofuhita
 • 50 g bökunarkakó
 • 500 g flórsykur
 • 3 msk. kaffi (uppáhellt)
 • 3 msk. hlynsýróp
 • 2 tsk. vanilludropar
 1. Þeytið smjör og kakó þar til létt og ljóst, skafið niður á milli.
 2. Bætið öðrum hráefnum saman við til skiptis og þeytið áfram í nokkrar mínútur, skafið niður á milli.
 3. Setjið í sprautupoka með stórum stjörnustút (ég notaði 1M frá Wilton) og sprautið upp í spíral.
 4. Skreytið með lakkrískurli ef þess er óskað.
Royal búðingur í bollakökur

Ég hef oft bætt Royal búðingsdufti í kökudeig og útkoman hefur hingað til ekki klikkað. Búðingurinn gerir kökuna aðeins blautari í sér og bætir bragðið!

Súkkulaðikrem á bollakökur

Mmmm….

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun