Ég elska þegar eitthvað einfalt heppnast svona vel! Ef þú ert að fara að halda veislu þá mæli ég með þessari súkkulaðimús, hún er hrikalega góð og passar fullkomlega á veisluborðið.

Súkkulaðimús með lakkrískeim er eitthvað sem enginn stenst!

Mmmm svo gott!

Veislumús með lakkrískeim
Uppskrift dugar í 20-25 lítil plastbox
- 1 pk. Royal Eitt sett búðingur
- 250 ml nýmjólk
- 250 ml rjómi + 300 ml þeyttur
- Jarðarber
- Lakkrískurl
- Smátt saxað súkkulaði
- Pískið saman búðing, nýmjólk og 250 ml rjóma í skál samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
- Skiptið niður í lítil plastglös (einnig hægt að að setja í stærri glös eða stóra skál).
- Kælið í að minnsta kosti klukkustund og skreytið með þeyttum rjóma, lakkrískurli og jarðarberi.

Það er einföld, ódýr og bragðgóð lausn að nota Royal búðing fyrir þessa veislumús.

Plastboxin keypti ég á Amazon og það tók um eina viku fyrir þau að koma til landsins (en sendingarkostnaðurinn var fremur hár).