Veislumús með lakkrískeim⌑ Samstarf ⌑
Súkkulaðimús í veisluna

Ég elska þegar eitthvað einfalt heppnast svona vel! Ef þú ert að fara að halda veislu þá mæli ég með þessari súkkulaðimús, hún er hrikalega góð og passar fullkomlega á veisluborðið.

Súkkulaðimús í veisluna

Súkkulaðimús með lakkrískeim er eitthvað sem enginn stenst!

Smáréttir fyrir veislu

Mmmm svo gott!

Sætir bitar í veisluna

Veislumús með lakkrískeim

Uppskrift dugar í 20-25 lítil plastbox

 • 1 pk. Royal Eitt sett búðingur
 • 250 ml nýmjólk
 • 250 ml rjómi + 300 ml þeyttur
 • Jarðarber
 • Lakkrískurl
 • Smátt saxað súkkulaði
 1. Pískið saman búðing, nýmjólk og 250 ml rjóma í skál samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 2. Skiptið niður í lítil plastglös (einnig hægt að að setja í stærri glös eða stóra skál).
 3. Kælið í að minnsta kosti klukkustund og skreytið með þeyttum rjóma, lakkrískurli og jarðarberi.
Royal eitt sett búðingur

Það er einföld, ódýr og bragðgóð lausn að nota Royal búðing fyrir þessa veislumús.

Súkkulaðimús með lakkrískeim

Plastboxin keypti ég á Amazon og það tók um eina viku fyrir þau að koma til landsins (en sendingarkostnaðurinn var fremur hár).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun