Góð sósa með grillmatnum⌑ Samstarf ⌑
Grillsósa

Það spáir fínum hita og einhverri sól næstu daga og því ber að fagna! Það er búið að vera frekar kalt í júní svo vonandi ætlar sumarið að leika aðeins við okkur næstu daga og þá er sannarlega tilefni til þess að grilla eitthvað gott.

Grillaðar kjúklingabringur og sósa

Grillaðar kjúklingabringur og góð sósa er eitthvað sem klikkar sjaldnast og hér fyrir neðan er dásamleg uppskrift af slíkri máltíð.

Grill og sósa

Góð sósa með grillmatnum

Fyrir um 4 manns

Grillsósa

 • 1 pk. Toro sveppasósa
 • 1 pk. Toro kjúklingasósa
 • 200 g sveppir
 • 30 g smjör
 • 2 hvítlauksrif
 • 500 ml matreiðslurjómi
 • 200 ml vatn
 • 1 msk. nautakjötkraftur
 • Salt og pipar eftir smekk
 1. Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri við meðalháan hita.
 2. Rífið hvítlauksrifin niður þegar sveppirnir eru farnir að mýkjast og steikið aðeins áfram.
 3. Hellið rjómanum yfir og pískið sósurnar saman við.
 4. Kryddið til með krafti, salti og pipar eftir smekk.

Grillaðar kjúklingabringur

 • 4 kjúklingabringur
 • 3 msk. ólífuolía
 • 2 msk. Bezt á kjúklinginn krydd
 1. Skerið bringurnar í tvennt (endilangt).
 2. Berjið aðeins niður þykkasta hlutann til að jafna þykktina á þeim betur.
 3. Setjið í Zip-lock poka ásamt ólífuolíu og kryddi, leyfið að marinerast í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt líka í lagi).
 4. Grillið á vel heitu grilli í um 4 mínútur á hvorri hlið og leyfið síðan að standa í að minnsta kosti 10 mínútur áður en skorið er í þær.

Annað meðlæti

 • Grillaðir kartöflubátar (keyptir tilbúnir eða kartöflur skornar í báta sem búið er að velta upp úr olíu og kryddum).
 • Salat að eigin vali, hér er blandað salat með jarðarberjum, fetaosti og brauðteningum.
Toro sósa með grillinu

Það er svo gaman að betrumbæta sósuduftið frá TORO því það er svo góður grunnur og virkilega gott að blanda saman tegundum eins og þessum hér.

Góð grillsósa með grillmatnum

Mmm….

Kjúklinga grillmáltíð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun