Tikka Masala kjúlli á kortéri⌑ Samstarf ⌑
Góður kjúklingaréttur

Indverskur matur þarf alls ekki að vera flókinn. Ef þig langar í ljúffengan og fljótlegan slíkan mat er þessi uppskrift alveg fullkomin!

Fljótlegur kjúklingaréttur

Hann rífur örlítið í en öll fjölskyldan elskaði hann, líka minnsta fimm ára skottan á heimilinu.

Indverskur matur uppskrift

Mmmm…..

indverskur kjúklingaréttur

Tikka Masala kjúlli á kortéri

Fyrir 4-6 manns

Tikka Masala kjúklingur

 • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri
 • Bezt á kjúklinginn krydd
 • Bezt á allt (hvítlaukskrydd)
 • 500 ml rjómi
 • 700-800 ml vatn
 • 2 x Tikka Masala grýta frá TORO
 • Ólífuolía til steikingar
 1. Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr ólífuolíu og kryddum.
 2. Hellið rjóma og vatni á pönnuna með kjúklingnum og pískið Tikka Masala duftið saman við.
 3. Gott er að hella ekki öllu vatninu saman við í einu og bæta svo við eftir því hversu þykka þið viljið hafa sósuna.
 4. Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði með smjöri ásamt ferskum kóríander.

Toro tikka masala indverskur réttur

TORO einfaldar sannarlega eldamennskuna!

Kjúklinaréttur með tikka masala

Einfalt, fljótlegt og gott…..það verður ekki mikið betra en það!

Tikka masala kjúklingur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun