Bollakökujólatré



⌑ Samstarf ⌑

Hér er ein ofur einföld og jólaleg uppskrift sem gaman er að útbúa á aðventunni.

Þessar bollakökur eru djúsí og mjúkar með vanillu smjörkremi sem búið er að sprauta í jólatré. Að sjálfsögðu má sprauta annað munstur á þær en það svo nú er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

Bollakökujólatré

Um 22-24 stykki

Súkkulaðibollakökur

  • 1 x Betty Crocker Devils Food Cake mix
  • 4 egg
  • 130 ml Isio 4 matarolía
  • 250 ml vatn
  • 3 msk. bökunarkakó
  • 1 pk. Royal súkkulaðibúðingur (duftið)
  1. Hitið ofninn í 160°C og setjið pappaform í álform fyrir bollakökur.
  2. Hrærið saman eggjum, olíu og vatni.
  3. Bætið bökunarkakó og Betty dufti saman við, hrærið vel í um 2 mínútur og skafið niður á milli.
  4. Bætið búðingsduftinu saman við í lokin og hrærið létt.
  5. Skiptið niður í formin og bakið í 18-20 mínútur.
  6. Setjið á kæligrind og leyfið kökunum að kólna alveg áður en þið útbúið kremið.

Smjörkrem og skreyting

  • 280 g smjör við stofuhita
  • 500 g flórsykur
  • ¼ tsk. salt
  • 3 tsk. vanilludropar
  • 100 ml rjómi
  • Grænn matarlitur
  • Kökuskraut/sykurstjörnur
  • Flórsykur (til að sigta yfir)
  1. Þeytið smjörið eitt og sér þar til það verður létt í sér.
  2. Bætið flórsykri og rjóma saman við í nokkrum skömmtum á víxl og hrærið vel á milli.
  3. Bætið vanilludropum og salti saman við og hrærið vel.
  4. Setjið matarlit saman við, hrærið og skafið niður nokkrum sinnum þar til þið náið þeim litatón sem óskað er.
  5. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið jólatré. Ég notaði stút 6B frá Wilton og hafði neðstu stjörnuna breiðasta og síðan hinar alltaf aðeins minni og minni til að mynda jólatré.
  6. Setjið sykurstjörnu á toppinn og sigtið flórsykur yfir hvert tré sem snjó.

Betty Crocker súkkulaðikökuduftið stendur alltaf fyrir sínu, og með því að leika sér aðeins með innihaldið verður útkoman enn betri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun