Undursamlegar súkkulaðibitakökur⌑ Samstarf ⌑
Smákökur með súkkulaði

Nú höldum við áfram með smákökurnar, það er svoooooo gaman að baka á aðventunni!

Smákökur og mjólk

Mér finnast smákökur langbestar nýbakaðar og reyni að borða sem mest af þeim á fyrsta degi, hahaha!

Góðar smákökur

Þessar kökur voru svakalega góðar, dúnamjúkar að innan og stökkar að utan.

Súkkulaðibitakökur

Undursamlegar súkkulaðibitakökur

Um 26-28 kökur

 • 200 g smjör við stofuhita
 • 150 g púðursykur
 • 50 g sykur
 • 2 egg
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 1 pk. Royal súkkulaðibúðingur (duftið)
 • 240 g hveiti
 • 30 g bökunarkakó
 • 1 tsk. matarsódi
 • ½ tsk. salt
 • 250 g súkkulaðidropar
 1. Þeytið smjör og báðar tegundir af sykri saman þar til létt og ljóst.
 2. Bætið eggjunum og vanilludropunum saman við, þeytið áfram og skafið niður á milli.
 3. Hrærið búðingsdufti, hveiti, bökunarkakói, matarsóda og salti saman í skál og blandið saman við í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli.
 4. Að lokum fara súkkulaðidroparnir saman við.
 5. Gott er að miða við að setja kúpta matskeið af deigi niður á bökunarplötu fyrir hverja köku (þið þurfið 3 plötur).
 6. Kælið kúlurnar í um 2 klukkustundir áður en þið bakið kökurnar síðan við 175°C í um 15 mínútur eða þar til kantarnir fara að dökkna örlítið.
 7. Ég plastaði plöturnar og kældi úti en ef það er ekki nægilega kalt þar má skipta deiginu niður á disk/bretti og kæla það þannig, síðan endurrúlla aðeins kúlurnar eftir kælingu og raða á ofnskúffu.
Royal búðingur í smákökurnar

Royal búðingurinn spilar lykilhlutverk þegar kemur að því að fá kökurnar svona djúsí og mjúkar að innan.

Smákökubakstur uppskriftir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun