Marengs, marengs, marengs! Það elska allir sem ég þekki marengs og mér finnst gaman að prófa nýjar útfærslur af slíkum tertum.

Þessi hér er vel djúsí og heslihnetu- og súkkulaðibragðið skín vel í gegn, nammi namm!

Heslihnetumarengs
Marengsbotnar
- 6 eggjahvítur
- 220 g púðursykur
- ½ tsk. hvítvínsedik
- ½ tsk. salt
- 40 g gróft saxaðar Til hamingju heilar heslihnetur
- 50 g súkkulaði- og hnetusmjör
- Hitið ofninn í 120°C.
- Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara aðeins að freyða.
- Bætið þá sykri saman við í nokkrum skömmtum ásamt hvítvínsediki og salti.
- Þeytið í nokkrar mínútur þar til topparnir halda sér.
- Vefjið heslihnetunum saman við marengsinn með sleikju.
- Teiknið tvo 20 cm hringi á sitthvorn bökunarpappírinn og skiptið marengsinum á milli og myndið fallega hringi.
- Hrærið að lokum upp í súkkulaði- og hnetusmjörinu og dreifið því yfir botnana, takið síðan sleikjuna og vefjið það létt inn í marengsblönduna.
- Bakið í 50 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið botnunum að kólna inn í ofninum.
Fylling og samsetning
- 500 ml rjómi
- 3 msk. flórsykur
- Súkkulaði- og hnetusmjör eftir smekk (4-8 msk.)
- 70 g Til hamingju heilar heslihnetur
- Nokkrar Maltesers kúlur
- Súkkulaði kökuskraut
- Fersk blóm (má sleppa)
- Þeytið saman rjóma og flórsykur þar til stífþeytt.
- Leggið annan botninn á kökudisk og dreifið smá súkkulaði- og hnetusmjöri yfir botninn.
- Setjið næst um 2/3 af rjómanum yfir og lokið með hinum botninum.
- Setjið restina af rjómanum ofan á seinni botninn og aftur súkkulaði- og hnetusmjör.
- Skreytið síðan með heilum heslihnetum, sælgæti og blómi.
- Geymið í kæli fram að notkun.

Heilar heslihnetur eru síðan líka svo fallegar!
