Hátíðarsósa⌑ Samstarf ⌑
sósa með kalkún

Góð sósa gerir góða máltíð betri! Við erum algjört sósufólk og á þessu heimili þarf alltaf að vera nóg af slíkri til að allir séu glaðir, stundum væri kannski betra þau fengju bara skeið með á diskinn sinn fyrir sósuna, hahaha!

Þessi sósa er algjör lúxusútgáfa af sveppasósu sem hentar afar vel með kalkún, kjúkling, purusteik, hamborgarhrygg (annarri reyktri skinku) og fleiru. Það er einfalt að útbúa hana og hún er einstaklega ljúffeng.

sveppasósa uppskrift

Hátíðarsósa uppskrift

Fyrir um 8-10 manns

 • 300 g kastaníusveppir
 • 60 g smjör
 • 2 skalottlaukar
 • 2 hvítlauksrif
 • 150 ml rauðvín
 • 200 ml vatn
 • 500 ml rjómi
 • 1 pk. TORO kjúklingasósa
 • 1 pk. TORO sveppasósa
 • 2 msk. hlynsýróp
 • 2 msk. timian
 • Sósulitur (má sleppa)
 • Salt, pipar, cheyenne pipar
 1. Skerið sveppina niður, saxið skalottlaukinn og rífið niður hvítlauksrifin.
 2. Steikið upp úr smjörinu við meðalhita þar til mýkist og kryddið til með salti og pipar.
 3. Hellið þá rauðvíninu í pottinn, náið upp suðunni, lækkið aftur hitann og leyfið rauðvíninu að sjóða niður og gufa að mestu upp.
 4. Bætið nú vatni og rjóma saman við og hækkið hitann stutta stund aftur. Pískið báðum sósubréfunum saman við og lækkið niður hitann þegar suðu er náð og leyfið að malla á mjög vægum hita.
 5. Bætið sýrópi og timian í pottinn og kryddið til eftir smekk, litið með sósulit ef þið óskið þess.
góð sósa uppskrift

Það er svo einfalt og gott að nota TORO sósuduft sem grunn og bragðbæti í hvaða sósu sem er!

hvernig sósa er best með kalkún

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun