Það var allt of langt síðan ég hafði grillað eitthvað gúrme kjöt svo ég stökk upp í kjötbúð rétt fyrir lokun í fyrradag og nældi mér í nautalund. Ég var að prófa ný Bezt krydd og langaði að útbúa einfalda en um leið smá lúxus máltíð.

Ég get ekki sagt annað en þetta hafi heppnast vel og heildar eldunartími var undir 30 mínútum!

Svo gott!

Nautalund & franskar með piparsósu
Fyrir um 4 manns
Nautalund & franskar
- 900 g nautalund
- Bezt á grillið kryddblanda
- Smjör
- Klettasalat
- Parmesanostur
- Franskar kartöflur að eigin vali
- Bezt á franskarnar kryddblanda
- Snyrtið lundina og leyfið henni að ná stofuhita, hitið vel upp í grillinu.
- Grillið lundina við háan hita og kryddið vel með Bezt á grillið kryddinu.
- Takið kjötið af þegar það hefur náð þeim kjarnhita sem þið óskið (við tökum hana af í kringum 50-52°C), nuddið hana vel með smjöri þegar hún kemur af grillinu og kryddið aðeins aftur.
- Leyfið henni síðan að hvíla í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið skerið hana í þunnar sneiðar og raðið á klettasalat.
- Rífið að lokum parmesan ost yfir sneiðarnar og berið fram með frönskum sem kryddaðar hafa verði með Bezt á franskarnar kryddi og piparsósu (sjá uppskrift hér að neðan).
Piparsósa
- 1 pk. Toro piparsósa
- 100 ml vatn
- 200 ml rjómi
- 2 msk. rifinn parmesanostur
- 1 tsk. kjötkraftur
- Setjið vatn, rjóma og sósuduft í pott og hitið undir, hrærið vel þar til suðan kemur upp og lækkið hitann þá niður.
- Setjið parmesan ostinn saman við og hrærið vel þar til osturinn er bráðinn.
- Njótið með nautalundinni og frönskunum.

Hér höfum við dúndurgott grillkrydd frá Bezt línunni!

Hvað er síðan betra en eiga sitt eigið krydd á franskar sem maður setur í ofninn!

Piparsósa með aðstoð frá TORO einfaldar lífið til muna og almáttugur þessi er alveg hrikalega góð!

Elska að nota sósuduft og bæta svo einhverju smá extra saman við!
