Bollakökur með súkkulaði- og karamellukremi⌑ Samstarf ⌑
Súkkulaði bollakökur

Gott smjörkrem gerir allt betra! Að bera ljúffengar bollakökur fram á fallegum kökudiski toppar síðan allt!

einfaldar bollakökur

Mmm…

Þetta krem var eitthvað annað, karamellusósan er undursamleg og passaði einstaklega vel með súkkulaði bollakökunum.

tilbúin karamellusósa

Bollakökur með súkkulaði- og karamellukremi

Um 20 stykki

Bollakökur uppskrift

 • 1 x Betty Crocker Devils Food Cake Mix
 • 4 egg
 • 130 ml ljós matarolía
 • 250 ml vatn
 • 1 x Royal súkkulaðibúðingur
 1. Hitið ofninn í 160°C.
 2. Setjið egg, vatn og olíu í hrærivélina og blandið saman.
 3. Setjið kökumixið saman við, blandið vel og skafið niður á milli.
 4. Blandið Royal duftinu saman við í lokin og blandið létt saman.
 5. Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakið í 15-20 mínútur.
 6. Kælið áður en þið setjið kremið á.

Súkkulaði- og karamellukrem uppskrift

 • 200 g smjör við stofuhita
 • 500 g flórsykur
 • 5 msk. bökunarkakó
 • 4 tsk. vanilludropar
 • 1 krukka Lie Gourmet karamellusósa
 • 3 msk. Lie Gourmet karamellusýróp
 1. Þeytið smjörið þar til það verður aðeins létt í sér.
 2. Bætið öðrum hráefnum saman við í nokkrum skömmtum, hrærið vel og skafið niður á milli.
 3. Setjið í sprautupoka með stórum stjörnustút og sprautið væna toppa á hverja bollaköku.
 4. Fallegt er að skreyta með smá karamellukurli í lokin en þess þarf þó ekki.
karamellusýróp í smjörkremið

Lie Gourmet sýrópið er undursamlegt, hvort sem það er í kaffidrykkinn, smjörkremið eða annað sniðugt. Lie Gourmet vörurnar fást í Húsgagnahöllinni og eru frábær tækifærisgjöf!

bollakökur uppskrift

Það voru að koma æðislegir kökudiskar frá Light&Living og þessi Mokuna diskur finnst mér æði!

falleg glös

Ég elska síðan Sandvig línuna í glösum frá Broste!

súkkulaði og karamellu smjörkrem

Ég kolféll síðan fyrir þessu mæliskeiðasetti frá Be Home.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun