Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur
Um mig

Um mig

Ég heiti Berglind og hef bakað og skreytt kökur síðan ég man eftir mér. Ég á þrjár dætur og við elskum að dúllast saman í eldhúsinu, baka, skipuleggja afmæli og hafa gaman.

Þegar gotterí, kökur og skreytingar eru annars vegar eru möguleikarnir óendanlegir og ég sífellt að fá nýjar og nýjar hugmyndir og gaman að geta deilt þeim með öðrum. Gotterí og gersemar eru því tilvalinn staður fyrir skemmtilegar uppskriftir af kökum og öðru góðgæti ásamt því sem ég býð reglulega upp á námskeið í kökuskreytingum.  Hér á síðunni er einnig að finna fjölmargar hugmyndir fyrir veislur, kennslumyndbönd og annað efni.

Ég hef farið á ótal kökuskreytingarnámskeið bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum og langar til að miðla reynslu minni og þekkingu til annarra því ég einfaldlega fæ ekki nóg af því að útbúa gotterí og skreyta kökur.

Ég get lofað því að sá tími sem þið munið verja á námskeiði hjá mér verður lærdómsríkur, skemmtilegur og síðast en ekki síst bragðgóður. Það er líka svo yndisleg tilbreyting frá hinu daglega amstri að gleyma sér aðeins við kökuskreytingar og dúllerí og gefa sér þannig tíma fyrir sjálfan sig.

7 Replies to “Um mig”

 1. Sæl

  Tekur þú að þér að baka bollakökur fyrir brúðkaup? Ef svo er, hvað kostar það? Það verða í kringum 100 manns.

  Kv. Birna (695-3239)

 2. Sæl Berglind,
  ég er reyndar mákonan hennar Íris Thelmu og var að spá er hægt að panta barna kökur hjá þér? Ég þarf að fljúga til Akureyri helgina sem strákinn minn á afmælið. Ég kem heim á sunnudaginn (afmælis daginn sjálfur) Ég pantaði aðstæður þarna í krakkahöll eða hvað það heitir í korpatorginu og var að hugsa að ég ætti bara panta kökur einhvern staða…mæta af fjugvöllum í afmæli og vera með svakalegur glaður dreng…. nú er að finna kökur. Ég veit að Íris Thelma finnst þér vera heimsmeistari i kökugerð..svo að ég ákveð að byrja hjá þér. Það mundi vera fyrir 06.04.

 3. Hæ,hæ Nichole og takk fyrir póstinn

  Ég tek stöku sinnum að mér bakstur fyrir veislur en ekki oft 🙂
  Þessa helgi í apríl er ég því miður upptekin og get því ekki aðstoðað að sinni.

  Bestu kveðjur og gangi ykkur vel,
  Berglind

 4. Sæl.
  Tekurðu að þér að baka svona fyrir 5 ára stelpuafmæli? Og líka, er hægt að fá svona andlitsmálningarkonu heim til sín?

  Bestu kveðjur.
  Jóhanna

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Instagram

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur