Um mig

Ég heiti Berglind og hef brasað í eldhúsinu, bakað og skreytt kökur síðan ég man eftir mér. Ég á þrjár dætur og við elskum að dúllast saman í eldhúsinu, baka, skipuleggja afmæli og hafa gaman.

Þegar góður matur, gotterí, kökur og skreytingar eru annars vegar eru möguleikarnir óendanlegir og ég sífellt að fá nýjar og nýjar hugmyndir og gaman að geta deilt þeim með öðrum.

Við fjölskyldan elskum einnig að ferðast, bjóða í matarboð, veislur og finna upp á einhverju sniðugu til að skapa góðar minningar. Ég er alveg í essinu mínu þegar ég er að skipuleggja ferðalög og slík skemmtilegheit og hér á síðunni deilum við með ykkur ýmsu áhugaverðu sem við erum að brasa til að gefa góðar hugmyndir. 

Gotterí og gersemar er því heimasíða sem geymir alls kyns fróðleik tengdan mat og ævintýrum af ýmsum stærðargráðum. Gæðastundir að okkar mati eru einmitt góður matur í bland við skemmtileg ævintýri með þeim sem okkur þykir vænt um. Vonandi koma þessar hugmyndir ykkur því að gagni til að skapa góðar stundir með ykkar fólki. 

Þess að auki hef ég farið á ótal kökuskreytingarnámskeið bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum og finnst gaman að deila með ykkur hugmyndum fyrir veislur. 

Ég vona því innilega að síðan nýtist ykkur vel og veiti innblástur.

Gotterí og gersemar er rekið af hjónunum Berglindi Hreiðarsdóttur og Hermanni Hermannssyni, gotteri@gotteri.is

7 Replies to “Um mig”

  1. Sæl.
    Tekurðu að þér að baka svona fyrir 5 ára stelpuafmæli? Og líka, er hægt að fá svona andlitsmálningarkonu heim til sín?

    Bestu kveðjur.
    Jóhanna

  2. Hæ,hæ Nichole og takk fyrir póstinn

    Ég tek stöku sinnum að mér bakstur fyrir veislur en ekki oft 🙂
    Þessa helgi í apríl er ég því miður upptekin og get því ekki aðstoðað að sinni.

    Bestu kveðjur og gangi ykkur vel,
    Berglind

  3. Sæl Berglind,
    ég er reyndar mákonan hennar Íris Thelmu og var að spá er hægt að panta barna kökur hjá þér? Ég þarf að fljúga til Akureyri helgina sem strákinn minn á afmælið. Ég kem heim á sunnudaginn (afmælis daginn sjálfur) Ég pantaði aðstæður þarna í krakkahöll eða hvað það heitir í korpatorginu og var að hugsa að ég ætti bara panta kökur einhvern staða…mæta af fjugvöllum í afmæli og vera með svakalegur glaður dreng…. nú er að finna kökur. Ég veit að Íris Thelma finnst þér vera heimsmeistari i kökugerð..svo að ég ákveð að byrja hjá þér. Það mundi vera fyrir 06.04.

  4. Sæl

    Tekur þú að þér að baka bollakökur fyrir brúðkaup? Ef svo er, hvað kostar það? Það verða í kringum 100 manns.

    Kv. Birna (695-3239)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun