Gotterí og gersemar

Matarupplifun & ævintýri

Ævintýradagur fjölskyldunnar á Suðurlandi með viðkomu í Friðheimum, Gullfoss, Feysi, Faxa, Kerinu og Silfurber

Matarupplifun

Matarupplifun er stór hluti af lífi matarbloggarans, ég elska mat og allt sem snýr að mat og gotteríi! Það er því ekki úr vegi að hafa hér á síðunni sérstakan flokk þar sem ég deili með ykkur mismuandi matarupplifunum, hvort sem það er úr matarboðum, frá veitingahúsum eða annars konar matarmenningu erlendis frá. Ég hefði auðvitað löngu átt að vera búin að koma þessum flokki á laggirnar enda ferðast víða og upplifað ýmislegt skemmtilegt hvað mat varðar. En betra er seint en aldrei og hér munu í framtíðinni koma umfjallanir um góða veitingastaði, matarmenningu erlendis og matarboð/veislur sem ég mun fara í.

Ævintýri

Skemmtileg ævintýri í bland við matarupplifun er fullkomin tvenna að mínu mati. Við fjölskyldan erum miklir ferðalangar, elskum að ganga á fjöll, ferðast erlendis sem og innanlands, flækjast um allar trissur og skoða eitthvað nýtt og spennandi. Hvort sem það er að borða góðan mat á veitingahúsum á leiðinni, taka með gott nesti eða elda góðan mat að lokinni ævintýraferð er allt partur af upplifuninni. Ég gat því ekki setið á mér með að víkka aðeins út matarbloggsheiminn minn og deila með ykkur skemmtilegum hugmyndum af afþreyingu og vona innilega þið hafið gagn og gaman af þessum hugmyndum. Hér stefni ég á að setja inn alls konar. Allt frá dagsferðum, gönguferðum, fjölskylduferðum, ferðum innanlands, ferðum erlendis, hjónaferðum, vinkonuferðum og bara hinu og þessu í bland sem gaman er að gera!

Fylgstu með á Instagram