Gotterí og gersemar banner

Til leigu

Plexistandar á nokkrum hæðum

Plexistandur er tilvalinn í brúðkaup, útskrift, fermingu eða í raun hvaða veislu sem er! Veisluborðið verður tignarlegra og veitingarnar njóta sín betur.

Hægt er að raða hvaða veitingum sem er á standana, hvort sem um er að ræða bollakökur, kökupinna, smárétti, mini hamborgara, snittur eða annað.

Hægt er að velja um ferkantaðan eða hringlaga stand á fjórum hæðum eða íburðarminni hringlaga plexistanda (2 stk í boði) á sex hæðum (sjá myndir hér að neðan) eða ferkantaðan á fjórum hæðum (sjá myndir af öllum stöndum hér fyrir neðan).

Plexistandar á 4 hæðum (stærri gerðin)

Standarnir eru um 50 cm á hæð samansettir (svo bætist kaka/veitingar ofan á hæðina á veisluborðinu).
Neðsta hæðin á ferkantaða standinum er 50 cm breið og efsta 20 cm breið.
Neðsta hæðin á hringlaga standinum er 50 cm í þvermál og efsta 20 cm í þvermál.

Leiguverð er 5500kr.

Hér á myndinni fyrir neðan eru smáréttir og snittur og efst er ostakúla þar sem ég stakk ostapinnum í 1/2 litla melónu fóðraða álpappír.

plexistandur

Hér má sjá standinn eins og hann var í brúðkaupi með bollakökum og lítilli brúðartertu efst.

Hér fyrir neðan eru ýmis sætindi í bland við eina litla köku á toppnum.

Hér fyrir neðan má sjá hringlaga plexistand með bollakökum og einni lítilli köku efst.

Plexistandar á 6 hæðum

Hér fyrir neðan má sjá íburðarminni plexistand á sex hæðum en hægt er að skrúfa þá í sundur og velja hversu margar af hæðunum eru notaðar. Heildarhæð er um 50 cm frá borði, um 10 cm er á milli hæða og neðsti hringurinn er 33 cm í þvermál og sá efsti 15 cm í þvermál. Þessi standur hentar vel fyrir minni bita, leiguverð er 4000 kr

Plexistandur á 4 hæðum (minni gerðin)

Hér fyrir neðan er ferkantaður plexistandur á 4 hæðum úr aðeins þynnra plexigleri en hinir hér fyrir ofan en hentar vel fyrir smárétti eða sæta bita. Neðsti bakkinn er 30×30 cm og efsti 15×15 cm. Leiguverð 3000kr

veislustandur til leigu úr plexigleri

Upplýsingar á gotteri@gotteri.is eða í síma 6959293

Fígúru kökuform

Helgarleiga 1500 kr

Upplýsingar á gotteri@gotteri.is eða í síma 6959293

Fígúruform 2 Fígúruform 1

Litlir tölustafir, 2 og 3 ára kökuform

Helgarleiga 1500 kr

Upplýsingar á gotteri@gotteri.is eða í síma 6959293

Massíf Williams & Sonoma kökuform

Helgarleiga 1500 kr

Upplýsingar á gotteri@gotteri.is eða í síma 6959293

3D og "köflótt" kökuform

Helgarleiga 1500 kr

Upplýsingar á gotteri@gotteri.is eða í síma 6959293

Jóla og Halloween kökuform

Helgarleiga 1500 kr

Upplýsingar á gotteri@gotteri.is eða í síma 6959293

Kökupinnastandar

Helgarleiga 1500 kr

Upplýsingar á gotteri@gotteri.is eða í síma 6959293

Helgarleiga minni standur (Wilton) 1500 kr

Helgarleiga stærri ( 3hæðir) 3000kr

Upplýsingar á gotteri@gotteri.is eða í síma 6959293

6
Hér á bláa afmælisborðinu sést í stærri kökupinnastandinn en þar eru þó aðeins efsta og neðsta hæðin nýttar, tjull sett á miðhæðina.

3 Replies to “Til leigu”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun