Veislustandar á nokkrum hæðum
Veislustandar eru tilvaldir í brúðkaup, útskrift, fermingu eða í raun hvaða veislu sem er! Veisluborðið verður tignarlegra og veitingarnar njóta sín betur.
Hægt er að raða hvaða veitingum sem er á standana, hvort sem um er að ræða bollakökur, kökupinna, smárétti, mini hamborgara, snittur eða annað.
Plexistandar á 4 hæðum (stærri gerðin) = Standar #1, hringlaga eða ferkantaðir
Standarnir eru um 50 cm á hæð samansettir (svo bætist kaka/veitingar ofan á hæðina á veisluborðinu).
Neðsta hæðin á ferkantaða standinum er 50 cm breið og efsta 20 cm breið.
Neðsta hæðin á hringlaga standinum er 50 cm í þvermál og efsta 20 cm í þvermál.
Leiguverð er 6500kr.
Hér fyrir neðan eru ýmis sætindi í bland við eina litla köku á toppnum.
Hér á myndinni fyrir neðan eru smáréttir og snittur og efst er ostakúla þar sem ég stakk ostapinnum í 1/2 litla melónu fóðraða álpappír.
Hér má sjá ferkantaða standinn eins og hann var í brúðkaupi með bollakökum og lítilli brúðartertu efst.
Hér fyrir neðan má sjá hringlaga plexistand með bollakökum og einni lítilli köku efst.
Hér er hringlaga standurinn með köku efst og blönduðum sætum bitum á öðrum hæðum.
Plexistandar á 6 hæðum = Standar #2, hringlaga
Hér fyrir neðan má sjá íburðarminni plexistand á sex hæðum. Heildarhæð er um 50 cm frá borði, um 10 cm er á milli hæða og neðsti hringurinn er 33 cm í þvermál og sá efsti 15 cm í þvermál. Þessir standar henta vel fyrir minni bita, leiguverð er 5000 kr
Plexistandur á 6 hæðum með smáhamborgunum, þessir standar henta vel fyrir litla smárétti eða litla sæta bita (ekki nægilega stór efsti diskurinn fyrir köku).
Plexistandar á 5 hæðum = Standar #3, hringlaga
Hér fyrir neðan má sjá íburðarminni plexistand á fimm hæðum. Heildarhæð er um 40 cm frá borði, um 10 cm er á milli hæða og neðsti hringurinn er um 30 cm í þvermál og sá efsti 15 cm í þvermál. Þessi standur hentar vel fyrir minni bita, leiguverð er 5000 kr
Plexistandar á 4 hæðum = Standar #4, hringlaga
Hér fyrir neðan má sjá íburðarminni plexistand á fjórum hæðum. Heildarhæð er um 30 cm frá borði, um 10 cm er á milli hæða og neðsti hringurinn er um 30 cm í þvermál og sá efsti 15 cm í þvermál. Þessi standur hentar vel fyrir minni bita, leiguverð er 5000 kr
Hér fyrir neðan sjáið þið standa #2, #3 og #4 alla saman til að átta ykkur á muninum á þeim. Þeir eru hins vegar allir svipaðir, bara misháir.
Plexistandur á 5 hæðum = Standur #5, FERKANTAÐUR
Hér fyrir neðan má sjá íburðarminni plexistand á fjórum hæðum. Heildarhæð er um 50 cm frá borði, um 10 cm er á milli hæða. Neðsti hringurinn er um 33 cm í þvermál og sá efsti 17 cm í þvermál. Þessi standur hentar vel fyrir minni bita, leiguverð er 5000 kr
Plexistandur á 4 hæðum = Standur #6, FERKANTAÐUR
Hér fyrir neðan má sjá íburðarminni plexistand á fjórum hæðum. Heildarhæð er um 37 cm frá borði, um 10 cm er á milli hæða. Neðsti hringurinn er um 30 cm í þvermál og sá efsti 15 cm í þvermál. Þessi standur hentar vel fyrir minni bita, leiguverð er 5000 kr
Stálstandar – litlir svartir = Standar #7
Hér fyrir neðan má sjá litla svarta stálstanda sem henta vel með öðrum stærri stöndum á borði eða fyrir lítið heimboð. Hæð 25 cm, leiguverð er 4000 kr stk.
Stálstandar – stórir svartir = Standar #8
Hér fyrir neðan má sjá stóra svarta stálstanda. Heildarhæð um 65 cm, neðsti diskurinn er um 34 cm í þvermál og sá efsti 21 cm í þvermál, leiguverð er 5000 kr stk.
Upplýsingar og bókanir á gotteri@gotteri.is
Fígúru kökuform
Litlir tölustafir, 2 og 3 ára kökuform
Massíf Williams & Sonoma kökuform
3D og "köflótt" kökuform
Jóla og Halloween kökuform
Kökupinnastandur
Leiguverð 1500 kr
Upplýsingar á gotteri@gotteri.is eða í síma 6959293
Athugið að götin í standinum henta aðeins fyrir „sleikipinnaprik“ en ekki breið papparör eða annað slíkt!
Helgarleiga minni standur (Wilton) 1500 kr
Helgarleiga stærri ( 3hæðir) 3000kr
Upplýsingar á gotteri@gotteri.is eða í síma 6959293
Hér á bláa afmælisborðinu sést í stærri kökupinnastandinn en þar eru þó aðeins efsta og neðsta hæðin nýttar, tjull sett á miðhæðina.
Athuga hvort kökustandur no2 hringlóttur á 6 hæðum sé laus til leigu á sunnudaginn?
Hæ er möguleiki á að leigja stóra ferkantaða standinn fyrir skírn sem er sunnudaginn 21. maí?
Sæl Berglind
Mig langar að leigja hjá þér plexistand á 6 hæðum, fyrir næstu helgi( sunnud), áttu einn á lausu?
Kkv
Aðalheiður