Sæl Aðalheiður
Ég myndi segja á bilinu 15-20 mínútur þar sem þetta eru frekar þunnir botnar hver um sig. Endilega stinga prjóni í botninn miðjan og ef ekkert deig loðir við er óhætt að taka hana út.
Kv.Berglind
Sæl Haffý
Hér kemur sú uppskrift sem ég nota nær alltaf þegar kemur að smjörkremsskreytingum 🙂
• 125gr smjör (mjúkt)
• 500gr flórsykur
• 1 egg
• 2 tsk vanilludropar
• 2 msk sýróp
• 2msk kakó ef þú ert að gera súkkulaðikrem en annars ekki
1. Setjið öll hráefnin nema flórsykur og kakó í hrærivélarskálina og hrærið vel saman.
2. Blandið flórsykri og kakó saman og bætið varlega útí blönduna, skafið niður á milli og hrærið þar til kremið er slétt og fellt.
3. Stundum þarf að bæta örlítið meira af flórsykri ef þið viljið hafa kremið mjög stíft og ef verið er að nota kremið til að smyrja á köku mætti mögulega þynna það örlítið með mjólk/vatni til að betra sé að smyrja því á.
Sæl.
Var að skoða uppskriftina til að búa til regnbogakökuna og ég vildi spyrja hvað botnarnir eiga að vera lengi inní ofninum.
Kveðja Aðalheiður Tómasdóttir
Sæl Aðalheiður
Ég myndi segja á bilinu 15-20 mínútur þar sem þetta eru frekar þunnir botnar hver um sig. Endilega stinga prjóni í botninn miðjan og ef ekkert deig loðir við er óhætt að taka hana út.
Kv.Berglind
Góða kvöldið mig vantar svo góða uppskrift af smjörkremi til kökuskreytinga á barnatertu ……..
Tímirðu að gefa mér upp uppskriftina ykkar ? 😉
Kær kveðja Haffý
Sæl Haffý
Hér kemur sú uppskrift sem ég nota nær alltaf þegar kemur að smjörkremsskreytingum 🙂
• 125gr smjör (mjúkt)
• 500gr flórsykur
• 1 egg
• 2 tsk vanilludropar
• 2 msk sýróp
• 2msk kakó ef þú ert að gera súkkulaðikrem en annars ekki
1. Setjið öll hráefnin nema flórsykur og kakó í hrærivélarskálina og hrærið vel saman.
2. Blandið flórsykri og kakó saman og bætið varlega útí blönduna, skafið niður á milli og hrærið þar til kremið er slétt og fellt.
3. Stundum þarf að bæta örlítið meira af flórsykri ef þið viljið hafa kremið mjög stíft og ef verið er að nota kremið til að smyrja á köku mætti mögulega þynna það örlítið með mjólk/vatni til að betra sé að smyrja því á.
Bestu kveðjur,
Berglind