KerlingarfjöllDagsferð í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventures

Á dögunum fórum við hjónin ásamt vinafólki okkar í dagsferð í Kerlingarfjöll. Ég hef aldrei áður komið þangað og maður minn, fegurðin! Í sumar hef ég kolfallið fyrir hálendi Íslands og stefni svo sannarlega á fleiri ævintýri á þeim slóðum. Á Instagram er hægt að sjá myndbönd og önnur skemmtilegheit frá þessum degi ásamt fleiri gönguferðum í Highlights, undir Gönguferðir.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Dagurinn hófst ansi snemma og við vorum farin af stað með rútu á vegum Fjallhalla Adventures klukkan 07:00 um morguninn! Við fengum alls konar veðurafbrigði í þessari ferð en þegar við skriðum inn á hálendið var heiðskírt og logn! Það gerist ekki oft á Íslandi að fánar liggi niðri svo þetta var klárlega góð byrjun á ferðinni.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Það var stutt stopp í skálanum áður en haldið var á Snækoll og ekki var veðrið verra sem tók á móti okkur þar. Þetta er svo krúttlegt og fallegt þarna uppfrá að okkur langar að fara með stelpurnar þarna uppeftir næsta sumar, gista í eins og tvær nætur, ganga um og kynna þær fyrir þessari fegurð.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Það var smá eins og að vera kominn aftur til fortíðar í skólaferðalag að koma inn í skálann en þar bæði byrjuðum við og enduðum daginn okkar.

Dagsferð í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventures

Leifi rútubílstjóri kom okkur öruggum á áfangastað og hér erum við að búa okkur undir gönguna á Snækoll.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Jæja, hefjum þessa göngu! Við gengum Fannborgina yfir á Snækoll og virtum fyrir okkur Loðmund frá toppnum.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Sumir segja það sé kalt á toppnum og það var það svo sannarlega þennan daginn!

Dagsferð í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventures

Maður getur hins vegar alveg gleymt kulda sem og öllu öðru þegar maður gengur um í svona umhverfi!

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Ferðafélagar af betri gerðinni!

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Hrafntinnan fallega leynist um allt í Kerlingarfjöllum og mikilvægt að virða hana vel fyrir sér!

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Uppi var rok, frost og snjókoma á köflum og það var svo kalt að vatnið okkar fraus í brúsunum utan á töskunum! En þetta er bara partur af því að ganga um hálendið og búa á Íslandi. Broddarnir voru settir á skóna fljótlega og Snækollur genginn þannig því það er sannarlega betra að hafa gott grip í aðstæðum sem þessum.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Þarna fer þetta að styttast….

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Brrrrr…….

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Við vorum með frábæra leiðsögumenn í þessari ferð en það voru þeir Björn, Markús og Jónas. Björn tók þessa mynd af okkur fjórmenningunum þegar við riðum á vaðið og vorum fyrsti hópurinn til að fara alla leið upp á topp þennan daginn.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Ég tók að sjálfsögðu fjallapósuna mína frægu á toppi Snækolls, í hávaðaroki og á broddum, hahaha!

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Gat ekki hætt að taka myndir af þessari fegurð og það má eiginlega segja að við höfum fengið hávetur í einn dag í byrjun september!

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Jebb við vorum glaðar að komast aftur niður af toppnum!

Dagsferð í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventures

Göngugarpar á niðurleið.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Það er mjög mikilvægt að horfa niður, horfa upp og út um allt til þess að missa ekki af neinum smáatriðum sem íslenska náttúran færir okkur.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Ég elska að taka myndir af náttúrinni, alveg eins og ég elska að taka myndir af mat, fólki og já bara öllu!

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Fjölbreyttir litir, hiti, kuldi og allt þar á milli.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Tók þessa mynd þegar við vorum á bakaleið og fórum að nálgast hverasvæðið.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Að ganga niður að hverasvæðinu var eins og ganga inn í annan heim.

Dagsferð í Kerlingarfjöll með Fjallhalla Adventures

Þegar niður var komið gengum við aftur inn í lognið og það byrjaði að snjóa, svona fallegum og stórum jólasnjókornum, það var sko fallegt og alveg til að toppa daginn!

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Vatnið sem þar rennur er volgt og almáttugur minn hvað mér finnst þetta svæði vera fallegt.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Við gengum um hverasvæðið dágóða stund og ég ætlaði ekki að tíma að fara.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Sáttir göngugarpar með afrek dagsins!

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Á hverasvæðinu mættust þessir litir í ánni, hvítt og svart. Samkvæmt Birni leiðsögumanni stafar blöndun vatnsins eflaust af því að dökkur hveraleir hefur runnið úr einni á í þá næstu og þetta því blandast svona skemmtilega.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Við kvöddum hins vegar hverasvæðið á endanum og héldum af stað í heitu náttúrulaugina fyrir innan skálann.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Hér koma því síðustu myndirnar frá hverasvæðinu.

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Það var notalegt að stinga sér í heita laugina eftir gönguna, sumir voru hins vegar kaldari en aðrir og böðuðu sig í ánni en við Máney létum heitu laugina duga. Strákarnir urðu eftir í skálanum að horfa á leik og fá sér bjór, hahahaha! Síðan voru enn aðrir mjög sniðugir og komu með freyðivín til að skála í en við vorum ekki þar á meðal, mynduðum bara fínheitin og munum ekki klikka á þessu í næstu ferð!

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

Selfies rokka!

Ganga í Kerlingarfjöll, Snækollur, Loðmundur, Fannborgin með Fjallhalla Adventures

TAKK FYRIR okkur elsku fallegu Kerlingarfjöll, „We’ll be back“!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun