Indverskar pítur



⌑ Samstarf ⌑
Indversk píta í Hatting pítubrauði

Indverskur matur er frábær tilbreyting frá hversdagsleikanum. Ég elska indverskan mat og skil ekki af hverju ég hef ekki sett fleiri slíkar uppskriftir hingað inn. Nú set ég mér markmið að koma með fleiri slíkar hingað inn í vetur fyrir ykkur. Byrjum í það minnsta á þessari skemmtilegu útfærslu af pítu, hver segir það megi ekki gera pítu að indverskri pítu?

Indversk píta með tandoori kjúkling og raita jógúrtsósu

Tandoori kjúklingur og raita jógúrtsósa er tvenna sem smellpassar saman og þetta var alveg dúndurgóð píta!

Raita sósa og tandoori kjúklingur á pítu

Indverskar kjúklingapítur

Uppskriftin dugar í 6 pítur

Pítur

  • 6 stk. Hatting pítubrauð
  • 1 pakki úrbeinuð kjúklingalæri (um 700 g)
  • 150 g Tandoori marinering
  • 100 g grísk jógúrt
  • Raita sósa (sjá uppskrift að neðan)
  • Iceberg
  • Rauðlaukur
  • Kóríander
  1. Blandið Tandoori marineringu saman við jógúrt og setjið því næst kjúklinginn saman við. Leyfið að marinerast í að minnsta kosti klukkustund (þetta mætti hins vegar alveg gera sólarhring áður og geyma í kæli).
  2. Útbúið raita sósuna og grillið kjúklinginn.
  3. Skerið niður grænmeti og raðið síðan öllu saman á pítuna.

Raita sósa

  • 250 g grísk jógúrt
  • Um 1/3 söxuð agúrka
  • 1 x grænt chili (fræhreinsað og saxað smátt)
  • 2 msk. saxað kóríander
  • ¼ tsk. cumin krydd
  • ½ tsk. salt
  1. Blandið öllu saman í skál og geymið í ísskáp fram að notkun.
Indversk píta í Hatting pítubrauði

Loksins fann ég tilefni til að nota fallega trédiskinn sem ég keypti í Flórída í fyrra. Hann kemur með ekta indverska stemmingu með þessu fallega munstri.

Indversk píta í Hatting pítubrauði

Megið endilega fylgja Gotterí líka á Instagram

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun