Þjóðhátíðarkakan



Hæ hó jibbí jei og jibbí og jei….það er kominn 17.júní!

Þó veðrið hljómi frekar eins og 17.haust þá er Þjóðhátíðardagurinn runninn upp og algjör óþarfi að láta veðrið koma í veg fyrir að gera sumarlega köku.

Þessi kaka er einföld og krakkar elska hana, aðallega sökum litadýrðar en bragðið skemmir ekki fyrir get ég sagt ykkur.

a151 a183

Þetta er vanillukaka með smjörkremi, bara í litríkum dulbúningi.

Hægt er að nota hvaða uppskrift sem er af hvítri köku og það vanillukrem sem ykkur þykir gott (eða bara Betty Crocker frosting útúr búð og bæta smá flórsykri saman við svo auðveldara sé að sprauta stjörnur). Hvíta/ljósa kökudeiginu er skipt niður í 6 skálar og smá (já eða slatti til að fá skærari köku) matarlitur af hverjum lit settur útí. Gott er að tæma síðan hvert litað deig c.a í miðjuna á forminu, svo næsta þar ofaná o.s.frv. Mér þykir mér best að setja deigið í zip-lock poka, klippa lítið gat og hella úr þeim í formið.  Í þessari köku dró ég deigið frá miðju að kanti á nokkrum stöðum með grillpinna þar sem hún er aðeins óregluleg miðað við hefðbundna „regnbogaköku“.

a031

Sama gildir um kremið, því er skipt niður í nokkra liti og svo sprautaðar stjörnur með stút frá Wilton no M1 en auðvitað má nota þann stút sem hentar.

Gleðilegan Þjóðhátíðardag!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun