Námskeið hefjast að nýju!



Nú er sumarið senn á enda og skipulag og rútína að taka við á flestum heimilum. Eins og hvað það er gott að vera í sumarfríi, vaka lengi, sofa lengi, vita ekki hvaða dagur er og spá ekki í hvað maður lætur ofaní sig, þá er alltaf viss léttir þegar lífið fer í fastar skorður að nýju.

Það er gaman að skipuleggja haustið/veturinn og horfa fram á veginn. Hvað gæti nú verið skemmtilegra en að skrá sig á kökuskreytingarnámskeið til að geta boðið vinum & vandamönnum uppá ljúffengar og fallegar veitingar þegar haustið, kósýtíminn og kertaljósin taka við?

Mig langar að bjóða áhugasömum uppá námskeið núna í lok ágúst svo verð ég að sjálfsögðu áfram með námskeið á komandi mánuðum. Hér fyrir neðan sjáið þið næstu dagsetningar og endilega hafið samband á gotteri@gotteri.is ef þið eruð með spurningar.

Kveðja Berglind

xxx

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun